Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

30. nóvember, 2012

Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason eru tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013 fyrir Íslands hönd.

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs liggja nú fyrir og eru það höfundarnir Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason sem eru tilnefndir fyrir Íslands hönd. Hallgrímur er tilnefndur fyrir skáldsöguna Konan við 1000° og Guðmundur Andri fyrir sagnasveiginn Valeyrarvalsinn.

Tilkynnt verður um verðlaunahafann á þingi Norðurlandaráðs í Osló í lok október á næsta ári. Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum, eða um sjö milljónum íslenskra króna. Norska skáldið Merethe Lindstrøm hlaut síðast verðlaunin, þar áður fékk Gyrðir Elíasson þau fyrir smásagnasafnið Milli trjánna.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt allt frá árinu 1962, og eru ætluð til þess að vekja athygli og auka áhuga á bókmenntum og tungumálum Norðurlandanna.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir