Gerður Kristný, Hallgrímur og Kristín Ómarsdóttir á Nordic Cool

6. mars, 2013

... norrænu menningarhátíðinni sem haldin er þessa dagana í Kennedy Center í Washington D.C.

Gerður Kristný, Kristín Ómarsdóttir og Hallgrímur Helgason eru fulltrúar Íslands í bókmenntadagskrá norrænu menningarhátíðarinnar Nordic Cool sem fram fer í Kennedy Center í Washington D.C. í Bandaríkjunum 19. febrúar til 17. mars. Miðstöð íslenskra bókmennta og NordLit, norrænu bókmenntakynningarstofurnar, standa sameiginlega að dagskránni.

Kristín Ómarsdóttir kom fram á þriðjudagskvöldið í dagskrá sem nefnist In the Cracks Between the Lines: Magic Realism of the North ásamt hinni finnsk-sænsku Moniku Fagerholm og Hanus Kamban frá Færeyjum.

Á miðvikudeginum tók Gerður Kristný, ásamt tveimur öðrum ljóðskáldum, þátt í dagskránni Poetic Expressions of Nordic Origins--Reflections Today þar sem áhrif norrænnar goðafræði á norræna samtímaljóðlist voru skoðuð. Hin ljóðskáldin tvö voru hin samíska Inger-Mari Aikio-Arianaick og Jessie Kleemann frá Grænlandi.


Góður rómur var gerður að dagskránni Family – Secrets and Truths en Hallgrímur Helgason var fulltrúi Íslands þar laugardaginn 2. mars. Ásamt Hallgrími tóku þátt sænski rithöfundurinn Anna Swärd og Daninn Morten Brask en þau ræddu meðal annars mikilvægi fjölskyldunnar í bókmenntum Norðurlandanna, allt frá Íslendingasögunum til Strindbergs.

Í tilefni af norrænu bókmenntadagskránni buðu Miðstöð íslenskra bókmennta og NordLit bandarískum útgefendum og þýðendum norrænna bókmennta til ráðstefnu 3.-4. mars. Ráðstefnan sem var vel sótt var haldin í samstarfi við norrænu sendiráðin í Washington D.C. í sendiráðum Danmerkur og Finnlands í borginni.

r má finna bókmenntadagskrá Nordic Cool í heild sinni:


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir