Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar útgáfustyrkjum 2013

3. júní, 2013

Bækur um torfhús, málshætti og galdraskræður auk rafrænna tímarita eru meðal þeirra sem hljóta útgáfustyrki.

Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja fyrir árið 2013 en umsóknarfrestur rann út 22. mars sl.
 
Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar nú í fyrsta sinn útgáfustyrkjum en Miðstöðin var stofnuð 1. janúar sl. samkvæmt lögum frá Alþingi í desember 2013, og tók við hlutverki Bókmenntasjóðs sem var lagður niður. Við stofnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta var fjárframlag í styrki og kynningar aukið m.a. í gegnum fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar.

 

Alls bárust að þessu sinni 115 umsóknir um útgáfustyrki frá 62 aðilum og var sótt um 108.600.000 milljónir króna. 20.4 milljónum var úthlutað til 42 útgáfuverkefna.

 

Meðal þeirra verka sem hlutu útgáfustyrki í ár eru:

 

§  Af jörðu. Torfhús í íslensku landslagi eftir Hjörleif Stefánsson (Útgefandi: Crymogea)

§  Landbúnaðarsaga Íslands eftir Jónas Jónasson og Árna Daníel Júlíusson (Útgefandi: Skrudda)

§  Orð að sönnu – yfirlitsrit íslenskra málshátta eftir Jón G. Friðjónsson (Útgefandi: Forlagið)

§  Vatnið í náttúru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson (Útgefandi: Forlagið)

§  Reykvíkingar V-VI eftir Þorstein Jónsson (Útgefandi: Sögusteinn ehf.)

§  Skíðblaðnir – bókmenntatímarit (Útgefandi: Syrpa ehf.)

§  FF(W)D? – samtímarit um tónlist (Útgefendur: Gunnar Karel Másson og Tinna Þorsteinsdóttir)

 

Hér í viðhengi er yfirlit yfir alla útgáfustyrki 2013 á pdf-formi.

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir einnig styrki til þýðinga úr erlendum málum á íslensku og nýræktarstyrki en þeim er ætlað að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap. Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.

 



Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir