Nýr kynningarlisti, bókamessur, Bókmenntahátíðir í Reykjavík og Caen í Frakklandi á meðal verkefna í haust

3. júlí, 2013

Nýr kynningarlisti, erlendir blaðamenn á Bókmenntahátíð í Reykjavík, bókamessur í Gautaborg og Frankfurt og íslenskir rithöfundar og listamenn í brennidepli á frönsku bókmennta- og menningarhátíðinni Les Boréales eru meðal bókmenntakynningaverkefna og -viðburða sem Miðstöð íslenskra bókmennta kemur að í haust.

Fókuslisti og bókamessur í haust

Á meðal verkefna Miðstöðvar íslenskra bókmennta í haust er að taka saman kynningarlista yfir nýleg íslensk verk sem talin eru eiga sérstakt erindi við erlenda lesendur og útgefendur. Listinn verður svo kynntur fyrir erlendum bókaútgefendum og kynningaraðilum á bókamessum í Gautaborg og Frankfurt í haust.

Bókmenntahátíð logo

Erlendir blaðamenn á Bókmenntahátíð í Reykjavík

Að auki stendur miðstöðin fyrir kynningarferð erlendra blaðamanna á Bókmenntahátíð í Reykjavík í september í samstarfi við Bókmenntahátíð í Reykjavík, Bókmenntaborgina og Íslandsstofu. Bókmenntahátíð í Reykjavík er haldin annað hvert ár en þangað er boðið virtum erlendum rithöfundum sem og íslenskum, auk valinna erlenda útgefenda og  blaðamanna. 


Les Boréales 2013

Ísland og Litháen í brennidepli á
bókmennta- og menningarhátíðinni Les Boréales í Caen í Frakklandi í nóvember

Hópur íslenskra rithöfunda og myndlistar-, tónlistar- og kvikmyndagerðarfólks hefur verið boðinn á frönsku bókmennta- og menningarhátíðina Les Boréales í Caen í Frakklandi í nóvember en í ár verða Ísland og Litháen í brennidepli. Þetta verður í 22. skiptið sem hátíðin er haldin en hún hefur frá upphafi beint sjónum að bókmenntum og menningu Norður- og Eystrarslanda. Miðstöð íslenskra bókmennta styrkir hátíðina vegna þátttöku íslenskra höfunda í dagskrá hátíðarinnar. 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir