Starf Miðstöðvar íslenskra bókmennta á fyrri hluta árs 2013

9. júlí, 2013

Það sem af er árinu 2013 hafa starfsmenn Miðstöðvar íslenskra bókmennta sótt bókamessur í Leipzig í Þýskalandi og London sem hluta af eftirfylgni við Sögueyjuverkefnið og til að viðhalda tengslum sem stofnað hafði verið til.
Það sem af er árinu 2013 hafa starfsmenn Miðstöðvar íslenskra bókmennta sótt bókamessur í Leipzig í Þýskalandi og London sem hluta af eftirfylgni við Sögueyjuverkefnið og til að viðhalda tengslum sem stofnað hafði verið til.

Á hverju ári safnast saman á helstu bókamessum útgefendur, umboðsmenn og almenningur til að selja og kaupa þýðingarrétt og fá upplýsingar um helstu strauma og stefnur í bókaheiminum. Það er nauðsynlegt fyrir útgefendur sem og aðra þá er standa að kynningum á íslenskum bókmenntum erlendis að mæta á slíkar messur til að hitta kollegana og stofna til nýrra sambanda í hinum alþjóðlega útgáfuheimi. Íslenskar útgáfur hafa um árabil mætt á helstu bókamessur í þessu augnamiði, þar á meðal íFrankfurtLondonGautaborg og Bologna. Sögueyjan Ísland hefur einnig sótt bókamessuna í Leipzig í Þýskalandi sem hluta af starfi við bókmenntakynningu í Þýskalandi og sem eftirfylgni við verkefnið eftir að því lauk.

Miðstöð íslenskra bókmennta tók við hlutverki Bókmenntasjóðs í samstarfi norrænu bókmenntakynningastofanna um undirbúning og skipulag á bókmenntadagskrá í Kennedy Center í Washington D.C. í Bandaríkjunum í mars síðastliðnum. Dagskráin var hluti af norrænu menningarhátíðinni Nordic Cool sem haldin var í Kennedy Center í febrúar og mars. Af sama tilefni var á vegum norrænu bókmenntakynningastofanna og norrænu sendiráðanna í Washington D.C. haldið útgefenda- og þýðendaþing fyrir hóp þýðenda og bandarískra útgefenda norrænna bókmennta.




Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir