Fréttir

Styrkir á fyrri hluta árs 2013

9.7.2013

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið við hlutverki og skuldbindingum fyrirrennara síns Bókmenntasjóðs sem áður útdeildi stykjum til útgáfu, þýðinga og kynninga á íslenskum verkum á Íslandi og erlendis. Miðstöðin hefur á fyrri hluta árs 2013 úthlutað 42 styrkjum til útgáfu á íslensku að upphæð 20.400.000 kr. auk 4 nýræktarstyrkja, sérstakra styrkja til nýrra höfunda, að upphæð 1.000.000 kr. Einnig hefur verið úthlutað 15 styrkjum til þýðinga á íslensku að upphæð 6.750.000 kr. en seinni umsóknarfrestur um styrki til þýðinga á íslensku er 15. nóvember. 

Einnig hafa verið veittir 43 styrkir til þýðinga á íslenskum verkum á erlend mál að upphæð 14.000.000 kr. Auk útgáfu- og þýðingastyrkja innanlands og utan hafa smærri styrkir verið veittir vegna kynningarferða íslenskra höfunda erlendis sem og til þýðinga á erlend mál á kynningarköflum úr íslenskum verkum. Greiðslufyrirkomulag styrkja hefur jafnframt verið einfaldað og gert þannig skilvirkara frá því sem áður var. Hér má finna frekari upplýsingar um styrki sem Miðstöðin veitir sem og nýtt greiðslufyrirkomulag.