Fréttir

ORT af orði

Málþing um ljóðaþýðingar í Norræna húsinu, miðvikudagurinn 9. október kl. 10-12.

4.10.2013

Hinn 9. október mun Norræna húsið vera gestgjafi pólsk-íslenska ljóðlistarverkefnisins ORT. Dagskráin er skipulögð í tengslum við Lestrarhátíð í Reykjavík sem að þessu sinni er helguð Reykjavíkur- og borgarljóðum. Málþing um ljóðaþýðingar í samstarfi ORT, Bókmenntaborgarinnar, Þýðingaseturs Háskóla Íslands og Norræna hússins mun fara fram kl. 10-12. Á dagskránni eru fimm stutt erindi um ljóðaþýðingar, þýðingar í vinnslu og einnig alþjóðleg ljóðaverkefni sem tengjast ljóðum og sérstaklega ljóðum í borg. Erindi verða flutt á ensku. Allir eru velkomnir.

DAGSKRÁ:

Jerzy Jarniewicz: Translator's Coming Out

Gauti Kristmannsson: Poetry in a Vacuum; Manfred Peter Hein's Poetry and Translations

Magnús Sigurðsson: The Poetry of Adelaide Crapsey in Icelandic

Sigurbjörg Þrastardóttir: Map of a Bookshop: Orienteering Poems in Nine Cities

Kristín Svava Tómasdóttir: On Translations by a Non-translator

Olga Holownia: ORT in a Word