Átak í því skyni að fjölga þýðingum á norræn tungumál  

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál. 

26. júní, 2014

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál.

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál. 

Norðurlandaátakið hófst með velheppnuðum kynningarfundum með útgefendum og þýðendum í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn í maí. Sendiherra Íslands í Svíþjóð, Gunnar Gunnarsson, bauð að þessu tilefni sænskum útgefendum og þýðendum til morgunverðar á miðvikudeginum 14. maí og sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, Sturla Sigurjónsson, bauð þarlendum útgefendum og þýðendum til hádegisverðar fimmtudaginn 15. maí. 

Á fundunum komu fram rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin nýverið fyrir Tímakistuna en hann er einnig tilnefndur í ár til norrænum barna- og unglingabókaverðlaunanna.

Að auki sagði bókmenntafræðingurinn Þorgerður E. Sigurðardóttir frá helstu straumum og stefnum í íslenskum samtímabókmenntum og Þorgerður Agla Magnúsdóttur, fagstýra bókmennta og kynninga hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, kynnti starfsemi Miðstöðvar íslenskra bókmennta.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir