Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Norræna húsið

Embættisnefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar ákvað á fundi sínum 11. september 2014 að skrifstofa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verði hér eftir í Norræna húsinu í Reykjavík.

18. september, 2014

Embættisnefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar ákvað á fundi sínum 11. september 2014 að skrifstofa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verði hér eftir í Norræna húsinu í Reykjavík. Skrifstofan hefur umsjón með verðlaununum í samstarfi við norræna dómnefnd þeirra.

Embættisnefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar ákvað á fundi sínum 11. september 2014 að skrifstofa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verði hér eftir í Norræna húsinu í Reykjavík. Skrifstofan hefur umsjón með verðlaununum í samstarfi við norræna dómnefnd þeirra.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru meðal þekktustu og virtustu bókmenntaverðlauna heims sem veitt eru innan afmarkaðra tungumálasvæða og skipa sér þar í flokk verðlauna eins og Booker-verðlaunanna sem veitt eru á engilsaxnesku málsvæði og Goncourt-verðlaunanna frönsku.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt árlega síðan 1962 bókmenntaverki skrifuðu á einu norrænu tungumálanna. Meðal höfunda sigurverkanna eru margir af fremstu rithöfundum Norðurlandanna á undanförnum áratugum. Íslensk verk hafa sjö sinnum hlotið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Norræna húsið í Reykjavík mun því héðan í frá annast daglega umsjón beggja Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en fyrir er í húsinu skrifstofa Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Þetta er mikil alþjóðleg viðurkenning á bókmenntastarfsemi Norræna hússins og styrkir enn stöðu hússins sem norrænnar bókmenntamiðstöðvar.

Norræna húsið hefur frá upphafi verið í leiðandi hlutverki í bókmenntalífi Íslendinga. Það er stofnaðili og vettvangur tveggja stærstu bókmenntahátíða landsins: Bókmenntahátíðar í Reykjavík og Mýrarinnar - alþjóðlegrar barna- og unglingabókmenntahátíðar í Reykjavík. Í Norræna húsinu er stærsta bókasafn sinnar tegundar á Norðurlöndum og húsið hefur nú yfirumsjón með sérstöku átaki Norrænu ráðherranefndarinnar um barna- og unglingabókmenntir. Norræna húsið stendur auk þess fyrir fjölda stakra bókmenntaviðburða allt árið um kring.

Fjórir íslenskir höfunda eru tilnefndir í ár til Norrænu bókmenntaverðlaunanna í báðum flokkum. Þetta eru Auður Jónsdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Lani Yamamoto og Andri Snær Magnason. Tilkynnt verður um hverjir hljóta verðlaunin í ár þann 29. október í ráðhúsinu í Stokkhólmi í Svíþjóð.

 Frétt af heimsíðu Norræna hússins í Reykjavík.

Bókmenntahátíðir framundan

Art in Translation – Alþjóðleg ráðstefna um listir og tungumál 18.-20. september.

Art in Translation er ráðstefna um tungumál og listir sem nú er haldin í Reykjavík í þriðja skipti. Heiðursgestur ráðstefnunnar í ár er bandaríski rithöfundurinn Amy Tan, en hún mun koma fram í dagskrá ráðstefnunnar í Hörpu föstudaginn 20. september. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu Art in Translation.


Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Mýrin 9.-12. október.

Páfugl úti í mýri 2014  

Páfugl úti í mýri er alþjóðleg barnabókmenntahátíð sem fer fram 9.-12. október 2014 og á henni koma fram á fjórða tug íslenskra og erlendra rithöfunda. Stór sýning byggð á norrænum barnabókmenntum er haldin í tengslum við hátíðina og stendur yfir í sjö vikur. Á hátíðinni verður einnig haldið málþing um framtíð barnabókmennta. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Mýrarinnar.



Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir