Frábær byrjun á Allir lesa - mikill fjöldi liða þegar skráður til leiks

Síðastliðinn föstudag var lestrarvefurinn Allir lesa, vettvangur landsleiks í lestri sem hefst föstudaginn 17. október, opnaður við hátíðlega athöfn á BSÍ. 

14. október, 2014

Það er skemmst frá því að segja að móttökurnar hafa verið vonum framar, og fyrstu tvo dagana skráðu vel á annað hundrað lið sig á vefinn.

Síðastliðinn föstudag var lestrarvefurinn Allir lesa, vettvangur landsleiks í lestri sem hefst föstudaginn 17. október, opnaður eð viðhöfn á BSÍ. Það er skemmst frá því að segja að móttökurnar hafa verið vonum framar, og yfir helgina skráðu fleiri en 90 lið sig á vefinn. Það má því búast við spennandi keppni, en Allir lesa er liðakeppni í lestri, með svipuðu fyrirkomulagi og Hjólað í vinnuna, sem flestir ættu orðið að þekkja. Keppt er í því hvaða lið ver mestum tíma í lestur, að meðaltali. Ekki skiptir máli hversu mikið er lesið, heldur hversu lengi. 

Vinnustaðir skora hver á annan

Keppnin skiptist í þrjá flokka, vinnustaðaflokk, skólaflokk og opinn flokk. Skólar landsins koma nú þegar sterkir inn í liðaskráningu, og vinnustaðirnir eru ekki síst að taka við sér. Það er greinilegt að það verður hörð barátta um það hvaða vinnustaður stendur uppi sem best lesni vinnustaður landsins að keppni lokinni, en úrslit munu liggja fyrir þann 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu.Nú þegar eru vinnustaðir farnir að skora hver á annan, og bókasöfnin hafa sett tóninn í þeim efnum. Þess verður væntanlega stutt að bíða að áskoranirnar fljúgi um alla geira atvinnulífsins.Auk skóla og vinnustaða geta hvers kyns félög, leshringir, saumaklúbbar og aðrir skráð lið, en ekki er nauðsynlegt að allt liðið lesi sömu bók – í raun er algjörlega frjálst hvaða bækur eru lesnar og á hvaða formi. 

Mikið skráð nú þegar

Liðakeppnin hefst, eins og áður sagði, næstkomandi föstudag, og nú er upplagt að safna í lið og skrá sig, svo allir séu tilbúnir þegar leikurinn fer í gang. Nú þegar er búið að skrá nokkurhundruð klukkutíma af lestri inn á síðuna, en þótt það sem nú er skráð inn á vefinn gildi ekki í keppninni er það vistað í persónulega lestrardagbók hvers og eins, sem verður svo skemmtilegt verkfæri allt árið, óháð keppninni.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir