Fréttir

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015 – bókmenntaverðlauna kvenna

Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur.

5.12.2014

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar fimmtudaginn 4. desember í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu. Hópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis stofnuðu til þeirra vorið 2007, til eflingar íslenskum kvenrithöfundum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur.

 Í flokki fagurbókmennta voru eftirfarandi verk tilnefnd:

 

 Englaryk eft­ir Guðrúnu Evu Mín­ervu­dótt­ur. Útgefandi Forlagið (JPV útgáfa)

 

 Lóa­borat­orí­um eft­ir Lóu Hlín Hjálm­týs­dótt­ur. Útgefandi Forlagið (Ókeibækur)

 

 Ástin ein tauga­hrúga. Eng­inn dans við Ufsaklett eft­ir Elísa­betu Jök­uls­dótt­ur. Útgefandi höfundur

Í dómnefnd voru Hildur Knútsdóttir, bókmenntafræðingur, Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, bókmenntafræðingur og rithöfundur og Guðrún Birna Eiríksdóttir, bókmenntafræðingur og kennari.

Í flokki barna- og unglingabóka voru eftirtalin verk tilnefnd:

 

 Á putt­an­um með pabba eft­ir Kol­brúnu Önnu Björns­dótt­ur og Völu Þórs­dótt­ur. Útgefandi K:at

 

 Hafn­f­irðinga­brand­ar­inn eft­ir Bryn­dísi Björg­vins­dótt­ur. Útgefandi Vaka-Helgafell / Forlagið. (Einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna).

 

 Vin­ur minn vind­ur­inn eft­ir Bergrúnu Írisi Sæv­ars­dótt­ur. Útgefandi Töfraland

Í dómnefnd voru Halla Sverrisdóttir þýðandi, Júlía Margrét Alexandersdóttir, bókmenntafræðingur og blaðamaður og Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir, myndskreytir og kvikari.

 Í flokki fræðibóka voru eftirtalin verk tilnefnd:

 

 Saga þeirra, sag­an mín eft­ir Helgu Guðrúnu John­son. Útgefandi Forlagið (JPV útgáfa)

 

 Kjaftað um kyn­líf eft­ir Sigríði Dögg Arnardóttur. Útgefandi IÐNÚ

 

 Of­beldi á heim­ili – Með aug­um barna. Rit­stjóri Guðrún Krist­ins­dótt­ir. Útgefandi Háskólaútgáfan

Dómnefnd skipuðu þær Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur, Erna Magnúsdóttir, líffræðingur og Gréta Sörensen, kennari.