Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar styrkjum til þýðinga ellefu verka úr fimm tungumálum

Þýðingar á verkum Arthur Rimbaud, George Orwell, Mary Wollstonecraft og Timur Vernes eru meðal þeirra sem hljóta styrki í þessari úthlutun.

11. desember, 2014

Þýðingar á verkum Arthur Rimbaud, George Orwell, Mary Wollstonecraft og Timur Vernes eru meðal þeirra sem hljóta styrki í þessari úthlutun.

Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingarstyrkja á íslensku, síðari úthlutun, fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. nóvember sl.

Alls bárust að þessu sinni 27 umsóknir um þýðingarstyrki frá 17 aðilum og var sótt um rúmar 16 milljónir króna. Til úthlutunar voru 3 m. kr. sem var úthlutað til 11 þýðinga úr 5 tungumálum.

Meðal þeirra verka sem hlutu þýðingarstyrki í þessari úthlutun eru:

§ Er ist wieder da eftir Timur Vernes. Þýðandi Bjarni Jónsson. Útgefandi Forlagið.

§ A Vindication of the Rights of Woman by Mary Wollstonecraft. Útgefandi Hið íslenska bókmenntafélag.

§ Les Illuminations eftir Arthur Rimbaud. Þýðandi Sigurður Pálsson. Útgefandi Gallerý Brumm.

§ Meines Vater Land eftir Vibke Bruhns. Þýðandi Vilborg Auður Ísleifsdóttir. Útgefandi Salka.

§ Das Schloss eftir Franz Kafka. Þýðendur Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson. Útgefandi Forlagið.

§ 1984 eftir George Orwell. Þýðandi Þórdís Bachmann. Útgefandi Ugla.

Hér er yfirlit yfir alla styrki til þýðinga á íslensku árið 2014.

Á árinu bárust samtals 56 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku. Úthlutað var 9 milljónum króna til 30 þýðingaverkefna í tveimur úthlutunum, mars og nóvember.

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir