Fimmtán íslenskir höfundar taka þátt í tugum dagskrárliða í Gautaborg, undir yfirskriftinni Raddir frá Íslandi

Íslendingasögur, ástin, glæpasögur, ungskáld og lestrarhesturinn Sleipnir eru meðal þess sem verður í boði á fjölbreyttri íslenskri dagskrá á bókamessunni í Gautaborg.

1. september, 2015

Íslendingasögur, ástin, glæpasögur, ungskáld og lestrarhesturinn Sleipnir eru meðal þess sem verður í boði á fjölbreyttri íslenskri dagskrá á bókamessunni í Gautaborg.

Bókamessan í Gautaborg verður haldin dagana 24.– 27. september næstkomandi og þar verða íslenskar bókmenntir og höfundar í sérstökum fókus sem nefnist Raddir frá Íslandi - Röster från Island. Mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson mun taka þátt í opnun messunnar fyrir hönd Íslands og fimmtán íslenskir höfundar og skáld taka þátt í fjölmörgum dagskrárliðum.

Úr dagskrá Radda frá Íslandi:


Jónína Leósdóttir

Ástin sigrar: Samtal við Jónínu Leósdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur um bók Jónínu Við Jóhanna sem fjallar um samband Jónínu og Jóhönnu frá því þegar þær kynntust fyrst árið 1983, þá báðar giftar konur og mæður, þar til þær taka saman og loks giftast árið 2010. Einnig verða sýnd brot úr heimildarmynd um Jóhönnu Sigurðardóttur sem frumsýnd verður í október. Blaðamaðurinn og þýðandinn, Yukiko Duke, talar við þær Jónínu og Jóhönnu.

einar_kara


Íslendingasögur: Einar Kárason og Gerður Kristný taka þátt í dagskrá um Íslendingasögurnar og nýjar þýðingar sagnanna á norsku, sænsku og dönsku ásamt sænsku rithöfundunum Erik Andersson og Klas Östergren. Lars Lönnroth stjórnar umræðum.



Ljóð: Í sérstakri ljóðadagskrá bókamessunnar sem nefnist Rum för Poesi munu Gerður KristnýSigurbjörg Þrastardóttir, og meðgönguljóðskáldin Valgerður Þóroddsdóttir og Kári Tulinius lesa úr verkum sínum.




 
 Sigurbjörg Þrastardóttir    
Íslenskar barnabækur: Áslaug Jónsdóttir, höfundur skrímslabókanna sem þýddar hafa verið á fjölda tungumála, auk Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur og Þórarins B. Leifssonar, sem tilnefnd eru til Norrænu barnabókaverðlaunanna í ár fyrir bækur sínar Vinur minn, vindurinn og Maðurinn sem hataði börn. Katti Hoflin, rithöfundur og forstöðukona borgarbókasafnsins í Stokkhólmi stýrir samræðunum.

 aslaug    



Sleipnir, lestrarhestur Reykjavíkur Bókmenntaborgar, verður á ferli á bókamessunni og heilsar upp á gesti og gangandi. 

Ljósmyndasýning: Páll Stefánsson ljósmyndari heldur sýningu á myndum úr nýrri bók sinni, Iceland Exposed

Íslenskir höfundar í öðrum dagskráratriðum eru: Arnaldur IndriðasonÁrni ÞórarinssonJón Kalman Stefánsson, Auður Ava ÓlafsdóttirEinar Már Guðmundsson og Andri Snær Magnason. Greint verður nánar frá þessum dagskrárliðum þegar nær dregur.


Miðstöð íslenskra bókmennta hefur undanfarin misseri unnið markvisst að kynningu íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum með það að markmiði að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál. Átakið hefur nú þegar borið árangur, því fjöldi umsókna frá norrænum útgefendum um styrki til þýðinga úr íslensku á Norðurlandamál hefur nær tvöfaldast á liðnum tveimur árum. Raddir frá Íslandi - Röster från Island á Bókamessunni í Gautaborg er hápunktur Norðurlandaátaks Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Bókamessan í Gautaborg er stærsta bókamessa Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir, þar af um 1400 fjölmiðlamenn. Í bókmenntadagskrá messunnar má finna um 3300 dagskrárliði og rúmlega 800 sýnendur eru á messunni frá um 30 þjóðlöndum. 

Bakhjarlar þátttökunnar á bókamessunni í Gautaborg eru mennta- og menningarmálaráðuneytið, Íslandsstofa og Félag íslenskra bókaútgefenda og aðrir samstarfsaðilar eru Norræna húsið, Reykjavík Bókmenntaborg og sænskar bókaútgáfur höfunda í dagskrá. HAF studio í Reykjavík hannar íslenskan sýningarbás á bókamessunni.

Hér má finna frekari upplýsingar um bókamessuna í Gautaborg:


Heimasíða bókamessunnar í Gautaborg

Bókamessan í Gautaborg á Facebook

Myndir frá bókamessunni í Gautaborg

Bókamessan í Gautaborg á Twitter

Bókamessan í Gautaborg á Instagram



Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir