Fréttir

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2015

Félag starfsfólks bókaverslana veitir verðlaunin og eru það starfsmenn í bókaverslunum sem versla með bækur allan ársins hring, sem velja bækurnar. Verðlaun voru veitt í níu flokkum frumsaminna og þýddra verka.

17.12.2015

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru tilkynnt í 16. sinn í bókmenntaþættinum Kiljunni 16. desember. 

Félag starfsfólks bókaverslana veitir verðlaunin og eru það starfsmenn í bókaverslunum sem versla með bækur allan ársins hring, sem velja bækurnar. Verðlaun voru veitt í níu flokkum frumsaminna og þýddra verka. Á meðal verka sem hlutu verðlaun voru Stóri skjálfti eftir Auður Jónsdóttur sem þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin 
Skugga­saga: Arftak­inn eft­ir Ragn­heiði Eyj­ólfs­dótt­ur.

Úrslitin í níu flokkum:

 Besta íslenska skáldsagan:   


   

1. Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur.
Útgefandi Mál og menning / Forlagið.


2. Dimma eftir Ragnar Jónasson.
Útgefandi: Veröld


3. Sogið
eftir Yrsu Sigurðardóttur.
Útgefandi: Veröld.


Besta þýdda skáldsagan:   

  

1. Spá­menn­irn­ir í Botn­leysu­firði eft­ir Kim Leine. Útgefandi: Sæmundur.


2. Grimm­sæv­in­týri: fyr­ir unga og gamla eft­ir Phil­ip Pullm­an. Útgefandi: Mál og menning / Forlagið.

3. Flugna­gildr­an eft­ir Fredrik Sjö­berg. Útgefandi: Bjartur.


Besta íslenska ungmennabókin: 

1. Skugga­saga: Arftak­inn eft­ir Ragn­heiði Eyj­ólfs­dótt­ur. Útgefandi: Vaka-Helgafell / Forlagið.

2. Vetr­ar­frí eft­ir Hildi Knúts­dótt­ur.  Útgefandi: JPV / Forlagið.

3. Drauga-Dísa eft­ir Gunn­ar Theo­dór Eggerts­son. Útgefandi: Vaka-Helgafell / Forlagið.

Besta þýdda ungmennabókin:    


1. Þegar þú vakn­ar eft­ir Franzisku Moll. Þýðandi: Herdís M. Hübner. Útgefandi: Björt.

2. Vi­olet og Finch eft­ir Jenni­fer Ni­ven. Þýðendur: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir. Útgefandi: Björt.

3. Hvít sem mjöll eft­ir Söllu Simukka. Þýðandi: Erla E. Völudóttir. Útgefandi: Vaka-Helgafell / Forlagið.


Besta íslenska barnabókin: 


1.-2. Kop­ar­borg­in eft­ir Ragn­hildi Hólm­geirs­dótt­ur. Útgefandi: Björt.


1.-2. Mamma klikk eft­ir Gunn­ar Helga­son. Útgefandi: Mál og menning / Forlagið.

3. Þín eig­in goðsaga eft­ir Ævar Þór Bene­dikts­son. Útgefandi: Mál og menning / Forlagið.

Besta þýdda barnabókin: 

  

1. Strák­ur­inn í kjóln­um eft­ir Dav­id Walliams. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. Útgefandi: Bókafélagið.

2. Mómó eft­ir Michael Ende. Þýðandi: Jórunn Sigurðardóttir. Útgefandi: Mál og menning / Forlagið [2 útg.]. 

3. Grimmi tann­lækn­ir­inn eft­ir Dav­id Walliams. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. Útgefandi: Bókafélagið.

Besta handbókin / fræðibókin:  

1. Stríðsár­in 1938-1945 eft­ir Pál Bald­vin Bald­vins­son. Útgefandi: JPV / Forlagið.

2. Þær ruddu braut­ina: kvenrétindakonur fyrri tíma. eft­ir Kol­brúnu S. Ing­ólfs­dótt­ur. Útgefandi: Veröld.

3. Gleðilegt upp­eldi – Góðir for­eldr­ar eft­ir Mar­gréti Pálu Ólafs­dótt­ur. Útgefandi: Bókafélagið.

 

Besta ævisagan:   


1. Munaðarleys­ing­inn eft­ir Sig­mund Erni Rún­ars­son. Útgefandi: Veröld.


2.-3. Nína S. eft­ir Hrafn­hildi Schram. Útgefandi:  Crymogea.

2.-3. Og svo tjöll­um við okk­ur í rallið eft­ir Guðmund Andra Thors­son. Útgefandi: JPV / Forlagið.

 Besta ljóðabókin:   


1. Frelsi eft­ir Lindu Vil­hjálms­dótt­ur. Útgefandi: Mál og menning / Forlagið.
2. Stormviðvör­un eft­ir Krist­ínu Svövu Tóm­as­dótt­ur. Útgefandi: Bjartur.

3.-4. Grá­spörv­ar og ígul­ker eft­ir Sjón. Útgefandi: JPV / Forlagið.


3.-4. Öskraðu gat á myrkrið eft­ir Bubba Mort­hens. Útgefandi: Mál og menning / Forlagið.