Næstu umsóknarfrestir um styrki  

Umsóknarfrestur um Nýræktarstyrki er til 15. apríl og um ferðastyrki höfunda til 15. maí nk.

4. apríl, 2016

Umsóknarfrestur um Nýræktarstyrki rennur út 15. apríl nk, þeir eru veittir einu sinni á ári og er ætlað að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga. Næsti umsóknarfrestur um ferðastyrki höfunda er 15. maí.  

Nýræktarstyrkir eru veittir einu sinni á ári en þeir eiga að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum höfunda, til dæmis sögum, ljóðum, leikritum og fleiru. Fresturinn rennur út 15. apríl nk.

Höfundar geta sótt um ferðastyrki til Miðstöðvar íslenskra bókmennta í tengslum við útgáfu og kynningu á verkum sínum erlendis. Erlendum forlögum og stjórnendum bókmennta- og menningarhátíða er einnig gefinn kostur á að sækja um ferðastyrk fyrir íslenskan höfund sem fer utan til að kynna verk sín.  

Umsóknarfrestur er þrisvar sinnum á ári: 15. janúar, 15. maí og 15. september. Svör við umsóknum berast 4 til 6 vikum eftir að fresturinn rennur út. 

Umsóknareyðublað um alla styrki má finna hér fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.



Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir