Fréttir

Tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja 2016

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 23.3 millj.kr. til 55 verka. Alls bárust 80 umsóknir frá 28 útgefendum og sótt var um tæpar 57 millj.kr.

11.5.2016

Meðal þeirra 55 verka sem hljóta útgáfustyrki í ár eru Verslunarsaga Íslands, Íslandsbók barnanna, Ljóðasafn Jóns úr Vör, Konur breyttu búháttum, Saga Alþýðuflokksins, Svart og hvítt - Jón Kaldal og Hinsegin saga.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja fyrir árið 2016 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl.

Meðal þeirra verka sem hlutu útgáfustyrki í ár eru:

§  Íslenska fléttuhandbókin eftir Hörð Kristinsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Opna.
§  Verslunarsaga Íslands (vinnuheiti) í ritstjórn Sumarliða Ísleifssonar. Útgefandi: Skrudda
§  Miðaldasaga í skuggsjá Svarfaðardals eftir Árna Daníel Júlíusson. Útgefandi: Forlagið.
§  Saga Alþýðuflokksins eftir Guðjón Friðriksson. Útgefandi: Forlagið.
§  Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur oog Lindu Ólafsdóttur. Útgefandi: Forlagið.
§  Svart og hvítt – Jón Kaldal eftir Óskar Guðmundsson. Útgefandi: Crymogea.
§  Ljóðasafn Hannesar Sigfússonar í ritstjórn Jóns Kalmans Stefánssonar. Útgefandi: Bjartur.
§  Íslensk-ensk viðskiptaorðabók, endurskoðuð útgáfa í ritstjórn Terry G. Lacy og Þóris Einarssonar. Útgefandi: Forlagið.
§  Konur breyttu búháttum - Mjólkurskólinn á Hvanneyri og Hvítárvöllum eftir Bjarna Guðmundsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Opna. 
§  Hinsegin saga eftir Írisi Ellenberger, Ástu Kristínu Benediktsdóttur og Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur. Útgefandi: Sögufélag.
§  Ljóðasafn Jóns úr Vör - Heildarsafn. Útgefandi: Dimma.

Hér má sjá yfirlit yfir alla útgáfustyrki 2016.

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er auk styrkveitinga ýmiss konar að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að útbreiðslu þeirra.