Styrkir til þýðinga á íslensku, fyrri úthlutun 2016

Að þessu sinni var úthlutað 7,2 milljónum króna í styrki til 19 þýðinga á íslensku, þar á meðal eru þýðingar á verkum eftir Virginu Woolf, Roberto Bolaño, Elenu Ferrante og Roald Dahl.

12. maí, 2016

Að þessu sinni var úthlutað 7,2 milljónum króna í styrki til 19 þýðinga á íslensku, þar á meðal eru þýðingar á verkum eftir Virginu Woolf, Roberto Bolano, Elenu Ferrante og Roald Dahl.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingastyrkja á íslensku, fyrri úthlutun, fyrir árið 2016 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl.

Alls bárust 24 umsóknir um þýðingastyrki frá 18 aðilum og sótt var um 15 milljónir króna.  Að þessu sinni var úthlutað 7,2 milljónum króna í styrki til 19 þýðinga á íslensku.

Meðal þeirra verka sem hlutu þýðingastyrki að þessu sinni eru:

§  Orlando eftir Virginu Woolf í þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur. Útgefandi: Opna.
§  Amuleto eftir Roberto Bolaño. Þýðandi: Ófeigur Sigurðsson. Útgefandi: Sæmundur.
§  BFG eftir Roald Dahl í þýðingu Sólveigar Sifjar Hreiðarsdóttur. Útgefandi: Kver útgáfa.
§  Storia di chi fugge e di chi resta eftir Elenu Ferrante í þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur. Útgefandi: Bjartur.
§  El Colect eftir Eugenia Almeida í þýðingu Katrínar Harðardóttur. Útgefandi: Útgáfuhúsið Verðandi.
§  La isla en peso eftir Virgilio Piñera í þýðingu Kristínar Svövu Tómasdóttur. Útgefandi: Partus.

Heildaryfirlit yfir þýðingastyrki 2016, fyrri úthlutun.

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er auk styrkveitinga ýmiss konar að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að útbreiðslu þeirra. 

Virginia Woolf

Virginia Woolf 

 Roald Dahl

 

Roberto Bolaño

 

Eugenia Almeida



Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir