Bookseller barnabókaráðstefna í London

Tveir fulltrúar íslenskrar barnabókaútgáfu taka þátt

6. september, 2016

Fagtímaritið The Bookseller stendur fyrir barnabókaráðstefnu í London 27. september næstkomandi undir yfirskriftinni Keeping Children's Books at the Centre of the Universe.

Tveir fulltrúar íslenskrar barnabókaútgáfu taka þátt.

Fagtímaritið The Bookseller stendur fyrir barnabókaráðstefnu í London 27. september næstkomandi undir yfirskriftinni Keeping Children's Books at the Centre of the Universe. Þar taka þátt 35 útgefendur og ritstjórar barna- og ungmennabóka á Norðurlöndum og Bretlandi og er markmiðið að leiða þá saman, kynna útgáfu landanna, efla tengslin og auka veg norrænna bóka í Bretlandi.

NordLit, samtök norrænu bókmenntakynningarstofanna, hafa milligöngu um að koma útgefendum og ritstjórum sinna landa á ráðstefnuna. Tveir útgefendur barna – og ungmennabóka fara fyrir milligöngu Miðstöðvar íslenskra bókmennta á ráðstefnuna, þær Birgitta Elín Hassell frá Bókabeitunni og Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir frá Forlaginu. Þær munu taka þátt í ráðstefnunni og umræðum um ýmis mál sem lúta að útgáfu barna- og ungmennabóka, lestrarhvetjandi verkefnum og markaðnum á Íslandi.

Þátttaka í ráðstefnunni er í samræmi við stefnu stjórnar Miðstöðvarinnar sem vill auka veg og vanda barna- og ungmennabókmennta og styrkja þýðingar á vönduðum bókum fyrir þennan aldurshóp.

Ráðstefna Bookseller fer fram í Barbican Centre í London. 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir