Elísabet Jökulsdóttir, Guðbergur Bergsson, Hugleikur Dagsson og Kári Tulinius meðal gesta í Helsinki

Norðurlöndin í brennidepli á bókamessunni í ár

2. nóvember, 2016

Norræna menningargáttin (Kulturkontakt Nord), sendiráð Danmerkur, Noregs og Íslands í Helsinki ásamt menningarmiðstöðinni Hanaholmen í Svíþjóð og Pohjola-Norden í Finnlandi voru með sameiginlegan bás og stóðu að þrjátíu viðburðum á messunni.

Norðurlöndin voru í brennidepli á bókamessunni í Helsinki dagana 27. – 30. október. Norræna menningargáttin (Kulturkontakt Nord), sendiráð Danmerkur, Noregs og Íslands í Helsinki ásamt menningarmiðstöðinni Hanaholmen í Svíþjóð og Pohjola-Norden í Finnlandi voru með sameiginlegan bás og stóðu að þrjátíu viðburðum á messunni.

Meðal þátttakenda voru íslensku höfundarnir sem tilnefndir voru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016; Guðbergur Bergsson fyrir Þrír sneru aftur og Elísabet Jökulsdóttir fyrir Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett. Þau tóku þátt í spjalli með tilnefndu höfundunum Linn Ullman, Sara Margrethe Oskal, Sirpa Kähkönen, Sabine Forsblom, Carina Karlsson og Sørine Steenholdt undir stjórn Oscar Rossi.

Hugleikur Dagsson ræddi um verk sín í tveimur dagskrárliðum á messunni en bækur hans hafa verið seldar í yfir 70 þúsund eintökum í Finnlandi og var hann í dagskránni kynntur sem vinsælasti Íslendingurinn þar í landi. Útgefandi Hugleiks í Finnlandi er Atena. Kári Tulinius, skáld og einn stofnenda Meðgönguljóða, spjallaði á laugardeginum við finnska skáldið Vilja-Tuulia Huotarinen um íslenskar nútímabókmenntir á samnorræna básnum og margir hlýddu á. Á lokadegi messunnar var dagskrá um íslenska nútímaljóðlist þar sem lesin voru ljóð á finnsku eftir skáldin Gerði Kristnýju, Sigurð Pálsson, Ingunni Snædal, Þórdísi Gísladóttur og Eirík Örn Norðdahl í þýðingu Tapio Koivukari.

Góður rómur var gerður að hátíðinni í ár og norrænu dagskránni sem þótti vel skipulögð og var vel sótt.

Elísabet Jökulsdóttir


Kári Tulinius

Hugleikur Dagsson 
 Guðbergur Bergsson

 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir