Laxness á arabísku.

Áhugi á íslenskum bókmenntum fer vaxandi í Mið-Austurlöndum.

11. júní, 2009

Líbanski útgefandinn Arab Scientific hefur keypt þýðingarréttinn á Brekkukotsannál.

Laxness, portrettFyrst var það Yrsa Sigurðardóttir (útgáfurétturinn á Þriðja tákninu var nýlega seldur til Arabesque Publishing Press) og nú mun Halldór Laxness einnig verða fáanlegur á arabísku. Samningar hafa tekist á milli Forlagsins og líbanska útgefandans Arab Scientific til að þýða Brekkukotsannál og dreifa um Mið-Austurlönd, með því eru fyrstu spor nóbelsskáldsins mörkuð í Arabaheimi.

Ekki hafa verið gerðir samningar um útgáfu á öðrum verkum Laxness, en Forlagið er vongott um að fleiri verk verði þýdd yfir á arabísku. Í fyrstu munu 2000 eintök bókarinnar fara í dreifingu en ef vel gengur mun annað upplag verða prentað. Arab Scientific íhugar að gefa út fleiri íslenska höfunda.

Ferðalagi Laxness um heiminn er enn ekki lokið. Þýðingar á verkum hans hófust þegar Gunnar Gunnarsson þýddi Sölku Völku yfir á dönsku árið 1934, síðan þá hafa skáldverk hans verið gefin út í 500 mismunandi útgáfum og þýddar yfir á fleiri en fjörutíu tungumál.


Mynd fengin af vef Gljúfrasteins: Málverk eftir Einar Hákonarson, 1984 (Morgunblaðið).


Allar fréttir

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2023 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings og til­nefnir tíu höf­unda og bæk­ur sem til greina koma. Viður­kenn­ingaráð Hagþenk­is, skipað fimm fé­lags­mönn­um, velur verkin.

Nánar

Allar fréttir