Andra Snæ Magnasyni veitt evrópsk menningarverðlaun 

1. desember, 2009

KAIROS verðlaunin eru veitt fyrir að sameina listrænt og samfélagslegt starf

Verðlaunin verða afhent þann 28. febrúar 2010 og nemur verðlaunaféð 75.000 evrum. Þau eru á vegum Alfred Toepfer stofnunarinar og ætluð listamönnum á sviði  myndlistar, tónlistar, arkitektúrs, kvikmyndunar, ljósmyndunar, bókmennta og fjölmiðlunar. Verðlaunin eru nefnd eftir gríska guðinum KAIROS sem var guð hinnar “réttu stundar” og eru hugsuð sem hvatningarverðlaun. Alfred Toepfer stofnunin hefur um langt skeið veitt verðlaun á sviði menningar og lista, og er fólk eins og Harold Pinter, Pina Bauschs, Imre Kertesz og Ólafur Elíasson meðal þeirra sem þau hafa hlotið.

Dómnefndin byggði val sitt meðal annars á því að höfundi hafi tekist að snúa við friðsælu sambandi skálda við náttúruna, í stað hyllingar hvetji hann til virkni.  Í áliti hennar segir: Andri Snær “telur ekki að ljóðlist og barátta í þágu móður jarðar, fagurfræðileg skynjun og friðsamleg mótmæli útiloki hvert annað,  heldur styðji þau hvert annað”. Enn fremur að bók hans Draumalandið, sem kom út árið 2006 þar sem hann fjallar um áhrif stóriðju á íslenska náttúru, hafi átt sinn þátt í valinu. Í fréttatilkynningu Alfred Toepfer stofnunarinnar segir: “Með húmor og sannfæringarkrafti ljáir hann óhugmyndafræðilegri en kraftmikilli grasrótarhreyfingu á Íslandi rödd sína og sköpunarhæfileika”.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir