Fjöruverðlaunin afhent

24. mars, 2010

Bókmenntaverðlaun kvenna voru veitt í vikunni fyrir bækur útgefnar á árinu 2009.

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í vikunni, fjórða árið í röð. Fjórir rithöfundar hlutu viðurkenningu í þetta skiptið, fyrir bækur útgefnar á árinu 2009.

Í flokki fagurbókmennta hlaut ljóðskáldið Ingunn Snædal verðlaun fyrir bókina Komin til að vera, nóttin (Bjartur gefur út). Þórdís Elva Þorvaldsdótt hlaut verðlaun í flokki fræðirita fyrir bókina Á mannamáli (JPV gefur út). Tvær bækur voru svo verðlaunaðar í flokki barna- og unglingabóka: Arngrímur apaskott og fiðlan eftir Kristínu Arngrímsdóttur (Salka gefur út) og Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi) eftir Margréti Örnólfsdóttur (Bjartur gefur út).

Það er grasrótarhópur kvenna í Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki, Góuhópurinn svokallaði, sem stendur að verðlaununum. Þau voru sett á laggirnar árið 2007 til að styrkja stöðu íslenskra kvenrithöfunda og efla samstöðu á meðal þeirra.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir