Vaxandi áhugi á íslenskum bókmenntum og fjölga þarf þýðendum

Þýðendaþing í Norwich og Biskops Arnö

3. apríl, 2017

Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og vaxandi, en á sama tíma er skortur á þýðendum á ýmis tungumál. Því er mikið gleðiefni að tvö þing eru haldin á þessu vormisseri til að hvetja þýðendur íslenskra bókmennta til dáða.

Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis mikill og vaxandi

Árið 2016 veitti Miðstöð íslenskra bókmennta þýðingastyrki til 92 þýðinga úr íslensku á 28 tungumál og hafa styrkir til erlendra þýðinga aldrei verið fleiri. Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er greinilega mikill og vaxandi, en á sama tíma er skortur á þýðendum á ýmis tungumál. Því er mikið gleðiefni að tvö þýðendaþing eru haldin á þessu vormisseri til að hvetja þýðendur íslenskra bókmennta til dáða.

Fyrirhugað er einnig þýðendaþing í Reykjavík á haustdögum á vegum Miðstöðvar íslenskra bókmennta í víðtæku samstarfi við stofnanir og samtök innan bókmenntageirans, en þar koma saman þýðendur íslenskra bókmennta á fjölda tungumála. Frekari fréttir af þinginu berast innan tíðar sem og fleiru sem snýr að eflingu þýðinga íslenskra bókmennta á erlend mál.

Þýðendaþing í Biskops Arnö fyrir þýðendur á sænsku

Tveggja daga þing fyrir framtíðarþýðendur íslenskra bókmennta á sænsku var haldið í Biskops Arnö, lýðháskóla á eyju skammt frá Stokkhólmi, dagana 30. - 31. mars. Sár þörf er á þýðendum á sænsku og var þingið skipulagt af Íslenska sendiherranum í Svíþjóð, Estrid Brekkan, og John Swedenmark, einum ötulasta þýðanda íslenskra bókmennta á sænsku.

Þýðendur úr Norðurlandamálum á ensku hittast í Norwich

NordLit, bókmenntakynningarstofur Norðurlandanna, stendur að þýðendaþingi sem fram fer í Norwich á Englandi í maí næstkomandi. Þangað er boðið þýðendum úr öllum Norðurlandamálunum á ensku og verður áherslan á norrænar barna- og ungmennabókmenntir. 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir