Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Fimmtán bækur tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016 í þremur flokkum; flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðirita og bóka almenns efnis

1. desember, 2016

Fimmtudaginn 1. desember 2016, voru kynntar á Kjarvalsstöðum þær 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016. Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðirita og bóka almenns efnis. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Þetta er í 28. sinn sem tilnefnt er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Fimmtudaginn 1. desember 2016, voru kynntar á Kjarvalsstöðum þær 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016. Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðirita og bóka almenns efnis. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Þetta er í 28. sinn sem tilnefnt er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

 Fagur-nota-thessa Barna-nota-thessa  Fraedi---nota-thessa   

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta: 

 

Or

Auður Ava Ólafsdóttir

Ör

Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Skegg-Rasputins

 

Guðrún Eva Mínervudóttir

Skegg Raspútíns

Útgefandi: Bjartur

 

Ljod_muna_rodd

 

Sigurður Pálsson

Ljóð muna rödd

Útgefandi JPV útgáfa

 

CoDex_1962

Sjón

Ég er sofandi hurð (Codex 1962)

Útgefandi: JPV útgáfa

Alltfer

Steinar Bragi 

Allt fer

Útgefandi: Mál og menning

Dómnefnd skipuðu:

Knútur Hafsteinsson - formaður, Helga Ferdinandsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: 

 

Saga_tonlistarinnar1

Árni Heimir Ingólfsson

Saga tónlistarinnar

Útgefandi: Forlagið

Leitin-ad-svarta-víkingnum

Bergsveinn Birgisson

Leitin að svarta víkingnum

Útgefandi: Bjartur

A-hverju-liggja-ekki-vorar-gofugu-kellingar

Guðrún Ingólfsdóttir

Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar

Útgefandi: Háskólaútgáfan

Andlit-nordursins

Ragnar Axelsson

Andlit norðursins

Útgefandi: Crymogea

Jon-laerdi

Viðar Hreinsson

Jón lærði og náttúrur náttúrunnar

Útgefandi: Lesstofan


Dómnefnd skipuðu:

Aðalsteinn Ingólfsson, formaður, Hulda Proppé og Þórunn Sigurðardóttir 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka: 

 

Vetrarhorkur

Hildur Knútsdóttir

Vetrarhörkur

Útgefandi: JPV útgáfa

Doddi-bok-sannleikans

Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir

Doddi : bók sannleikans!

Útgefandi: Bókabeitan

Islandsbok_barnana

Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir

Íslandsbók barnanna

Útgefandi: Iðunn

Vargold

Þórhallur Arnórsson og Jón Páll Halldórsson

Vargöld - Fyrsta bók

Útgefandi: Iðunn

Velmennaarasin

Ævar Þór Benediktsson

Vélmennaárásin

Útgefandi: Mál og menning

Dómnefnd skipuðu:

Árni Árnason, formaður, Hildigunnur Sverrisdóttir og Sigurjón Kjartansson.

Formenn dómnefndanna þriggja munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar sem er Árni Sigurjónsson.

Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015

Barna- og ungmennabækur

Gunnar Helgason: Mamma klikk! Útgefandi: Mál og menning

Fagurbókmenntir

Einar Már Guðmundsson: Hundadagar. Útgefandi: Mál og menning

Fræðirit og bækur almenns efnis

Gunnar Þór Bjarnason: Þegar siðmenningin fór fjandans til. Útgefandi: Mál og menning

 

Um Íslensku bókmenntaverðlaunin

Íslensku bókmenntaverðlaununum var komið á fót árið 1989 í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra bókaútgefenda sem stofnað var í Reykjavík í janúar 1889. Fyrsta árið var verðlaununum ekki skipt í flokka en tilnefndar alls 10 bækur. Fyrsti verðlaunahafinn var ljóðskáldið Stefán Hörður Grímsson sem hlaut verðlaunin fyrir bókina Yfir heiðan morgun. Árið eftir var tilhögun verðlaunanna breytt þannig að tilnefndar bækur skiptust í tvo flokka, fagurbækur annars vegar og fræðibækur og rit almenns efnis hins vegar. Þannig hafa verðlaunin haldist óbreytt þar til ársins 2013 að við bætist flokkur barna- og ungmennabóka á sama tíma og verðlaunin voru veitt í 25. skipti.

Tilnefningar eru kynntar þann 1. desember ár hvert og verðlaunin síðan veitt síðla janúar eða í byrjun febrúar. Óháðar tilnefninganefndir, skipaðar þremur dómbærum fulltrúum hver, velja þær fimm bækur í hverjum flokki sem helst þykja skara fram úr. Lokaval er í höndum formanna nefndanna þriggja og forsetaskipaðs dómnefndarformanns. Velja þeir eina bók úr hverjum flokki þannig að þrjár bækur hljóta á endanum Íslensku bókmenntaverðlaunin. Forseti Íslands afhendir verðlaunin á Bessastöðum við hátíðlega athöfn. Allir sem gefa út bækur á Íslandi geta lagt fram bækur til verðlaunanna, hvort sem þeir eru í Félagi íslenskra bókaútgefenda eða ekki, og greiða fyrir það hóflegt gjald. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvern verðlaunahafa.


Allar fréttir

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2023 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings og til­nefnir tíu höf­unda og bæk­ur sem til greina koma. Viður­kenn­ingaráð Hagþenk­is, skipað fimm fé­lags­mönn­um, velur verkin.

Nánar

Allar fréttir