Fréttir

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2017

Sex þýðendur eru tilnefndir fyrir fimm verk, en fjögur þeirra hlutu þýðingastyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta

28.11.2017

Tilnefningar-til-islensku-thydingaverdlaunanna-2017

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2017 voru kynntar föstudaginn 24. nóvember 2017. Í ár voru tilnefndar fimm þýðingar og sex þýðendur, en fjórar þýðinganna hlutu þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta.

Dómnefndina skipuðu; Ingunn Ásdísardóttir þýðandi og þjóðfræðingur, Steinþór Steingrímsson íslenskufræðingur og Helga Soffía Einarsdóttir þýðandi. 

Íslensku þýðingaverðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2005 fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki en verðlaunin voru stofnuð til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta. Verðlaunin verða afhent í febrúar 2018. 

Frá vinstri: Jón St. Kristjánsson, Magnús Sigurðsson sem tók við 
tilnefningunni fyrir hönd Gyrðis Elíassonar, María Rán Guðjónsdóttir, 
Hildur Hákonardóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir.

Eftirtalin fimm verk voru tilnefnd í ár og hlutu þau fjögur 
fyrstnefndu þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta:

  • Walden eftir Henry David Thoreau í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur. Dimma gefur út.
  • Veisla í greninu eftir Juan Pablo Villalobos í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Angústúra gefur út.
  • Sorgin í fyrstu persónu eftir Ko Un í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Dimma gefur út.
  • Orlandó eftir Virginiu Woolf í þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur. Opna gefur út.
  • Doktor Proktor eftir Jo Nesbö í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Forlagið gefur út

Tilnefndir þýðendur og umsögn dómnefndar um verkin:

Um þýðingu Elísa­bet­ar Gunn­ars­dótt­ur og Hild­ar Há­kon­ar­dótt­ur á Wald­en seg­ir í um­sögn dóm­nefnd­ar: „Wald­en er eitt af höfuðverk­um banda­rískra bók­mennta og segja má að hún marki upp­hafs­spor í vest­rænni hugs­un um nátt­úru­vernd og sam­band manns og nátt­úru. Sam­vinnuþýðing Elísa­bet­ar Gunn­ars­dótt­ur og Hild­ar Há­kon­ar­dótt­ur er ákaf­lega vel heppnuð og fang­ar 19. ald­ar stemn­ingu og tær­leika þessa klass­íska texta á sér­lega vandaðri ís­lensku án þess að vera gam­aldags. Eft­ir­mál­ar og skýr­ing­ar þýðenda bera vott um ígrundaða vinnu og teikn­ing­ar Hild­ar gefa bók­inni aukið gildi. Að auki má taka fram að bók­in er mjög fal­leg­ur prent­grip­ur.“

Um þýðingu Maríu Rán­ar Guðjóns­dótt­ur um Veislu í gren­inu seg­ir: „Veisla í gren­inu er átak­an­leg en jafn­framt grát­bros­leg saga um ein­angrað barn í hrotta­leg­um heimi. Sag­an er lögð i munn barns­ins en full­orðins­legt orðfærið skap­ar spennu milli hins barns­lega og hins mis­kunn­ar­lausa og kem­ur upp um brengl­un­ina í til­veru barns­ins. María Rán held­ur listi­lega vel í tón og takt sög­unn­ar og fram­andleiki bæði sögu­sviðs og aðstæðna kem­ur skýrt fram. Hér er á ferðinni stór saga í lít­illi bók.“

Um þýðingu Gyrðis Elías­son­ar um Sorg­ina í fyrstu per­sónu seg­ir: „Úrval ljóða suður-kór­eska skálds­ins Ko Un sem hér kem­ur fyr­ir sjón­ir ís­lenskra les­enda er nokkuð mikið að vöxt­um, en þó aðeins brot af höf­und­ar­verki Ko Un. Gyrðir Elías­son miðlar hér fram­andi skáld­heimi af al­kunnri vand­virkni og orðlist og fær­ir okk­ur ljóð frá fjar­læg­um heims­hluta á áreynslu­lausri og heill­andi ís­lensku, auk þess að rita góðan inn­gang um skáldið og verk hans.“

Um þýðingu Jóns St. Kristjáns­son­ar um Doktor Proktor seg­ir: „Bæk­urn­ar um Doktor Proktor, Búa og Lísu ein­kenn­ast af gleði og stór­karla­legri at­b­urðarás. Í þýðing­um sín­um gef­ur Jón St. Kristjáns­son sprelli, ærsl­um og upp­finn­inga­semi laus­an taum­inn með fjöl­breyti­legri orðasmíð og blæ­brigðaríku orðfæri og mál­notk­un sem kæt­ir og gleður bæði börn og full­orðna. Atarna var kúnstugt les­efni. Bæk­ur þessa árs um Doktor Proktor eru að vísu tvær, og er hér ekki gert upp á milli þeirra.“

Um þýðingu Soffíu Auðar Birg­is­dótt­ir um Or­lando seg­ir: „Það er mik­ill feng­ur að fá nú á ís­lensku skáld­sög­una Or­lando, eitt af lyk­il­verk­um enskra bók­mennta. Í verk­inu kann­ar höf­und­ur­inn viðfangs­efni sem koma við alla menn á öll­um tím­um, ást­ina, skáld­skap­inn, tím­ann og þrosk­ann svo fátt eitt sé nefnt. Þýðing Soffíu Auðar er framúrsk­ar­andi vönduð og nost­ur­sam­leg en jafn­framt leik­andi létt og fjör­leg og hinn hisp­urs­lausi stíll höf­und­ar­ins kem­ur vel fram í þýðing­unni. Enn frem­ur rit­ar þýðand­inn afar gagn­leg­an eft­ir­mála og ít­ar­leg­ar texta­skýr­ing­ar.“