Lesendur

Rudolf Simek

Dr. Rudolf Simek, sérfræðingur í bókmenntum miðalda, ræðir um nýjustu birtingarmyndir fornra norrænna guða. Hann hefur skrifað vítt og breitt um aðlaganir nútímadægurmenningar á fornnorrænum bókmenntum.

Nánar

Nora Gomringer

„Laxness skrifaði þessa sögu af hikandi frelsisleit árið 1933, í stíl sem var í senn meitlaður, beittur og dæmisagnakenndur,“ segir Nora Gomringer, eitt vinsælasta ungskáld Þýskalands, um Ungfrúna góðu og Húsið.

Nánar

Roy Jacobsen

„Þetta reyndist of mikið fyrir ungan dreng því skyndilega skynjaði ég hræðslu við að verða fullorðinn.“ Norski rithöfundurinn Roy Jacobsen fjallar um upplifun sína af Njálu.

Nánar

Milan Kundera

„Hver einasta lína í Svaninum angar af íslensku landslagi,“ skrifaði Milan Kundera í grein um skáldsögu Guðbergs Bergssonar.

Nánar

Jonathan Franzen

Rithöfundar hvaðanæva að úr heiminum hafa hrifist af íslenskum bókmenntum í gegnum tíðina. Þar á meðal er bandaríski rithöfundurinn Jonathan Franzen. Sjálfstætt fólk kom honum til bjargar á erfiðum tímum.

Nánar