Kynningarbæklingurinn 2021 - Myndbandið!

Hér er hægt að skoða hreyfimyndaútgáfu af völdum titlum í Books from Iceland 2021.

Í bæklingnum í ár má finna margar tegundir bóka, sem bókmenntaráðgjafar Miðstöðvarinnar hafa valið. Þar getur á að líta bækur eftir unga, upprennandi höfunda sem og eldri og reyndari, skáldsögur fyrir börn og fullorðna, bækur almenns efnis, glæpasögur og fleira.

https://www.youtube.com/watch?v=eB9mId9kMzU

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland, sem notaður er til að kynna erlendum útgefendum og fleirum valdar bækur liðins árs í mörgum flokkum.