Fréttir: 2011 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

12. október, 2011 Fréttir : ÍslEnskt hjá AmazonCrossing

12. október fór fram blaðamannafundur Sögueyjunnar og AmazonCrossing á Bókasýningunni í Frankfurt.

Nánar

12. október, 2011 Fréttir : Sögulegur sáttafundur

Á Bókasýningunni í dag átti sér stað hjartnæm stund þar sem Horst Korske, loftskeytamaður þýska kafbátsins sem sökkti Goðafossi þann 10. nóvember árið 1944,  og Sigurður Guðmundsson, háseti Goðafoss, mættust á sáttafundi.

Nánar

11. október, 2011 Fréttir : Opnunarathöfn Bókasýningarinnar

Formleg opnunarathöfn Bókasýningarinnar í Frankfurt fór fram 11. október, fyrir fullu húsi, þar sem Arnaldur Indriðason og Guðrún Eva Mínervudóttir töluðu fyrir hönd íslenskra rithöfunda. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ræðu fyrir hönd heiðursgestsins.

Nánar

9. október, 2011 Fréttir : 22 íslenskir rithöfundar í máli og myndum

Sýningin „Sögueyjan Ísland – Portrett af íslenskum samtímahöfundum“ opnar 10. október í borgarbókasafni Frankfurt. Sýningin samanstendur af ljósmyndum Kristins Ingvarssonar og viðtölum Péturs Blöndal við 22 íslenska samtímahöfunda.

Nánar

8. október, 2011 Fréttir : Fornir tónar í bland við nýja í Frankfurt

Valgeir Sigurðsson, amiina,  Íslenski  dansflokkurinn, Mótettukórinn og píanókvartett með Judith Ingólfsson og Vladimir Stoupel í fararbroddi eru meðal flytjenda sem koma fram á viðburðum í Frankfurt á meðan á Bókasýningunni stendur.

Nánar

6. október, 2011 Fréttir : Dagur og nótt íslenskra bókmennta

Um helgina fara fram tveir stórir viðburðir í Þýskalandi tengdir íslenskum bókmenntum. Annars vegar Löng nótt íslenskra bókmennta í Köln og hins vegar Dagur íslenskra bókmennta í Berlín.

Nánar

5. október, 2011 Fréttir : „Þannig uppgötvar heimurinn stundum fjarlægar eyjar...“

Aldrei fyrr hafa íslenskar bókmenntir fengið aðra eins athygli í Evrópu og nú, í aðdraganda Bókasýningarinnar í Frankfurt 2011.

Nánar

5. október, 2011 Fréttir : Erró í Schirn: „Portrait and Landscape“

Tímamótasýning Errós í SCHIRN opnar 6. október. Tvær stórar myndaraðir, „Scapes“ og „Monsters“, verða sýndar.

Nánar

30. september, 2011 Fréttir : Viktor Arnar og Óttar Norðfjörð í Þýskalandi

Viktor Arnar Ingólfsson og Óttar Martin Norðfjörð hafa nýlokið vikulangri upplestrarferð um Þýskaland. Áhugi lesenda á komu höfundanna var mikill og vel var tekið á móti þeim þar sem þeir lásu.

Nánar

29. september, 2011 Fréttir : Frá torfi til steypu – íslensk byggingarlist í Frankfurt

Í Deutsches Architekturmuseum verður íslensk byggingarlist frá landnámi og fram á okkar daga í brennidepli.

Nánar

29. september, 2011 Fréttir : Bændur fljúgast á í Þýskalandi og víðar

29. september hófst Þýskalandstúr sýningarinnar „Bændur flugust á“, eða „Von den Sagas – We Survived Eyjafjallajökull“ eins og hún útleggst á þýsku.

Nánar

28. september, 2011 Fréttir : „Crepusculum“ opnar í Schirn

28. september opnaði sýningin „Crepusculum“ í Schirn Kunsthalle Frankfurt, einum virtasta sýningarstað í Þýskalandi. Þar skapar listakonan Gabríela Friðriksdóttir einstæða umgjörð um átta íslensk fornhandrit.

Nánar

27. september, 2011 Fréttir : Ísland í Frankfurt - dagskrá

Mikill fjöldi viðburða tengdir Íslandi verður á dagskrá á meðan Bókasýningunni stendur.

Nánar

19. september, 2011 Fréttir : Jón Kalman fær sænsk bókmenntaverðlaun

Jón Kalman Stefánsson hlýtur í ár sænsk bókmenntaverðlaun kennd við rithöfundinn Per Olov Enquist. Harmur englanna er komin út á sænsku, frönsku og þýsku.

Nánar

19. september, 2011 Fréttir : Íslensk hönnun í Frankfurt

22. september hófst sýning helguð íslenskri hönnun í helsta hönnunarsafni Frankfurt, Museum für Angewandte Kunst, þar sem um 60 íslenskir hönnuðir sýna vörur sínar.

Nánar

19. september, 2011 Fréttir : Fjölsótt og glæsileg kynning Íslendingasagna

Höllin Corvey í Westfalen myndaði stórkostlegt svið fyrir þriggja daga kynningu Íslendingasagna. Tilefnið var útgáfa forlagsins á nýrri þýðingu Íslendingasagna í fimm bindum núna í september.

Nánar
Síða 2 af 6

Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir