Efni um íslenskar bókmenntir

Í dálknum hér til hægri má lesa yfirlitgrein Dagnýjar Kristjánsdóttur um íslenska bókmenntasögu, Frá sögum til sögusagna. Einnig er þar að finna tengla á myndskeið um íslenskar bókmenntir sem og greinar og viðtöl við höfunda, erlenda og íslenska, um íslenskar bókmenntir. 

Frekari upplýsingar um íslenska samtímahöfunda, skáldsagnahöfunda, ljóðskáld, barnabókahöfunda og leikskáld má finna á Bókmenntavef Borgarbókasafnsins www.bokmenntir.is. Vefurinn er í gagnagrunnsformi og því hægt að leita að upplýsingum um einstaka höfunda og verk þeirra. Þar má meðal annars lesa nýjar yfirlitsgreinar bókmenntafræðinga um höfunda, persónulega pistla sem höfundar skrifa fyrir vefinn, æviatriði, ritaskrár og brot úr verkum höfunda. Vefurinn er á íslensku og ensku.