Ferðastyrkir höfunda

Næsti umsóknarfrestur er 15. september 2018

Höfundar geta sótt um ferðastyrk til Miðstöðvar íslenskra bókmennta í tengslum við útgáfu og kynningu á verkum sínum erlendis. Erlendum forlögum og stjórnendum bókmennta- og menningarhátíða er einnig gefinn kostur á að sækja um ferðastyrk fyrir íslenskan höfund sem fer utan til að kynna verk sín.  Heimilt er að sækja um styrk eftir að ferð hefur verið farin, þó eigi síðar en átta vikum eftir að ferð er lokið. Ferðastyrkurinn er veittur vegna flugs eða lestarferða á milli landa, ekki vegna gistingar eða annars dvalarkostnaðar.

Allt kynningarefni s.s. bæklingar, dagskrár, rafrænt efni o.s.frv. sem tengist viðburðinum skal merkt með merki Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Umsóknarfrestur er þrisvar sinnum á ári:

15. janúar, 15. maí og 15. september. Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt hér á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.

Svör við umsóknum um ferðastyrki berast með tölvupósti 4 til 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.