Úthlutanir úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði 2019

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutaði 7 millj.kr. til 20 verka í þessari fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Alls bárust 60 umsóknir og sótt var um tæpar 42.5 millj.kr.

Stofnun sjóðsins er liður í aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðherra um eflingu íslenskunnar og er ætlað að styrkja útgáfu vandaðs efnis fyrir yngri lesendur. 

Styrkupphæð: 500.000

Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur. Útgefandi: Forlagið

Húsið í september (vinnutitill) eftir Hilmar Örn Óskarsson. Útgefandi: Bókabeitan

Styrkupphæð: 400.000

Þriggja heima saga #5 (titill ókominn) eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson, myndhöfundur Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Forlagið

Kopareggið, höfundur texta og mynda: Sigrún Eldjárn. Útgefandi: Forlagið

Ungfrú fótbolti 1980 (vinnuheiti) eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Útgefandi: Forlagið  

Veröld vættanna - Bergrisinn vaknar eftir Margréti Tryggvadóttur, myndhöfundar M74. Studio (Guðmundur Bernharð og Silvia Pérez). Útgefandi: Reykjanes jarðvangur ses. 

Styrkupphæð: 350.000

Nei, nei, nei!, (Nýr titill: Nóra) höfundur texta og mynda: Birta Þrastardóttir. Útgefandi: Angústúra 

Randalín, Mundi og leyndarmálið eftir Þórdísi Gísladóttur, myndhöfundur Þórarinn M. Baldursson. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa 

Nornasaga, höfundur texta og mynda: Kristín Ragna Gunnarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan 

Sjáðu! höfundur texta og mynda: Áslaug Jónsdóttir.  Útgefandi: Forlagið 

Nærbuxnaverksmiðjan 2 eftir Arndísi Þórarinsdóttur, myndhöfundur er Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Útgefandi: Forlagið 

Miðbæjarrottan, höfundur texta og mynda: Auður Þórhallsdóttir. Útgefandi: Skriða bókaútgáfa

Styrkupphæð: 300.000

Vigdís F., höfundur texta og mynda: Rán Flygenring. Útgefandi: Angústúra 

Hvíti ásinn eftir Jóhönnu Sveinsdóttur. Útgefandi: Salka

Langelstur að eilífu, höfundur texta og mynda: Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan 

Álfarannsóknin eftir Bennýju Sif Ísleifsdóttur, myndhöfundur er Elín Elísabet Einarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan 

Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Útgefandi: Forlagið 

Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason. Útgefandi: Forlagið 

Styrkupphæð: 250.000

Ys og þys út af ... ÖLLU! eftir Hjalta Halldórsson. Útgefandi: Bókabeitan

Leitin að vorinu (vinnuheiti) eftir Sigrúnu Elíasdóttur, myndhöfundur Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Útgefandi: Forlagið