Alþjóðlegt þýðendaþing í Reykjavík

Markmiðið með þýðendaþingum Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla og treysta tengslin við starfandi þýðendur úr íslensku á erlend tungumál og hvetja nýja til dáða.

Alþjóðlegt þýðendaþing í Reykjavík fyrir þýðendur íslenskra bókmennta á ýmis erlend mál samtímis hefur verið haldið tvisvar í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík, árin 2017 og 2019 og einnig í mars 2022. Dagskrá þinganna var fjölbreytt og fóru þau fram í Veröld - húsi Vigdísar. 

Thydendur-og-skipuleggjendur-thydendathingsinsMiðstöð íslenskra bókmennta hefur veg og vanda af undirbúningi og skipulagi þýðendaþinganna. Samstarfsaðilar eru Árnastofnun, Félag íslenskra bókaútgefenda, Bandalag þýðenda og túlka, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Rithöfundasamband Íslands, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þingið nýtur jafnframt fjárstuðnings Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Utanríkisráðuneytis og Íslandsstofu.