Styrkir til þýðinga á íslensku

Næsti umsóknarfrestur er 15. nóvember 2017

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir tvisvar á ári og þeim er ætlað að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Leitast er við að styrkja mikilvæg verk úr samtímanum (jafnt bækur almenns efnis og skáldverk) og heimsbókmenntir í víðum skilningi. 

Vinsamlegast athugið að þessir styrkir eru ekki til þýðinga úr Norðurlandamálunum. Sjá Norrænar þýðingar.

Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári og rennur umsóknarfrestur út 15. mars og 15. nóvember. 

Umsóknareyðublöð eru aðgengileg hér á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:

  • Kynning á þýðandanum og útgefnum verkum hans.
  • Afrit af samningi við erlendan rétthafa.
  • Afrit af samningi við þýðanda.
  • Upplýsingar um verkið ásamt sýnishorni af þýðingu (lágmark 3 blaðsíður) þar sem því verður við komið. Að öðrum kosti önnur sambærileg þýðing þýðanda.
  • Upplýsingar um aðra styrki og styrkumsóknir.

Ef gögnin fylgja ekki með umsókn telst hún ófullnægjandi og kemur ekki til greina við úthlutun.

Útgefendum ber að geta þess að verkið sé styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta og merki Miðstöðvarinnar skal vera á upplýsingasíðu (kólófónsíðu) ritsins. Merkið er aðgengilegt á heimasíðu Miðstöðvarinnar www.islit.is eða hjá islit@islit.is

Varðandi greiðslu styrkja sjá nánar: Greiðslufyrirkomulag og skilmálar

Svör við umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku berast með tölvupósti 4 til 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.