Þýðingar til kynninga á íslenskum verkum

Næsti umsóknarfrestur er 15. september 2018

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga á sýnishorni úr verki sem ætlað er að nota í kynningu vegna útgáfu erlendis. Þeir sem geta sótt um eru þýðendur, höfundar, útgefendur og umboðsmenn. Ekki er veittur styrkur ef höfundur er þýðandi. Mælst er til þess að þýðandinn sé með tungumálið að móðurmáli.

Þýðingunni skal skilað til Miðstöðvar íslenskra bókmennta áður en að úthlutun kemur.

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. september. Umsóknareyðublöð eru aðgengileg hér á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.

Svör við umsóknum um kynningarþýðingastyrki berast með tölvupósti 4 til 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.