Norrænir þýðingastyrkir

Næsti umsóknarfrestur er 15. september 2017

Danska bókmenntakynningarstofan - Statens Kunstråd (Kunst.dk) annast utanumhald norrænna þýðingastyrkja fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Kunst.dk útdeilir styrkfénu til systurskrifstofa á Norðurlöndum en sækja skal um styrk til þýðinga í hvert upprunaland fyrir sig. Frekari upplýsingar um styrkina og hvert skal sækja má finna hér: 
http://www.kunst.dk/kunstomraader/litteratur/

Hér fyrir neðan eru tenglar á síður systurskrifstofa miðstöðvarinnar á Norðurlöndunum:

Danmörk:Kunst.dk

Noregur: Norla
Svíþjóð: Kulturrådet
Finnland:  Fili
Færeyjar:  FarLit
Grænland:  Grønlands Forfatterforening
Lappland: Samisk Kunstnerråd

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar norrænum þýðingastyrkjum til þýðinga úr íslensku á norræn mál.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.

Umsóknarfrestir: 15. febrúar og 15. september

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:

  • Kynning á þýðanda og útgefnum verkum hans.
  • Samningur við íslenskan rétthafa verksins.
  • Samningur við þýðanda verksins.
  • Svör við umsóknum um norræna þýðingarstyrki berast með tölvupósti eigi síðar en 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.