Fréttir

Allir lesa landsleikurinn er hafinn, skráðu þig til leiks og vertu með! - 11.1.2017

Landsleikur í lestri verður á þorranum líkt og undanfarin ár eða frá 27. janúar, til konudagsins 19. febrúar 2017. Sú nýbreytni verður tekin upp í ár  að auk liðakeppni verður jafnframt hægt að keppa sem einstaklingur. Svo nú verður ljóst hver er aðal lestrarhestur landsins. Vertu með og taktu þátt í skemmtilegum leik á Allir lesa

Lesa meira
Andlit-nordursins-a-thysku

Heildaryfirlit styrkja á árinu 2016. Hátt í 300 styrkir í átta flokkum - 2.1.2017

Á árinu 2016 úthlutaði stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta um 270 styrkjum í átta flokkum og er það töluverð aukning frá fyrra ári í öllum flokkum. Sótt var um rúmar 160 milljónir og til úthlutunar voru 67 milljónir, eða rúmlega 40% af umsóttri upphæð.

Lesa meira

Ríflega tvisvar sinnum fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra - seinni úthlutun styrkja til þýðinga á íslensku 2016 - 14.12.2016

Alls bárust 43 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku og sótt var um rúmar 29 milljónir króna. Að þessu sinni var 31 styrk úthlutað að upphæð 10.3 milljónum króna til þýðinga á íslensku úr 10 tungumálum. Fjölgun umsókna er ríflega 100% frá því á sama tíma í fyrra, en þá bárust 19 umsóknir. Þetta er metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku til Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Lesa meira