Fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016 - 12/1/16

Fimmtudaginn 1. desember 2016, voru kynntar á Kjarvalsstöðum þær 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016. Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðirita og bóka almenns efnis. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Þetta er í 28. sinn sem tilnefnt er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Nánar

Norræn menning í brennidepli hjá Southbank Centre allt árið 2017, undir yfirskriftinni Nordic Matters - 11/28/16

Nordic Matters mun vinna með þrjú viðfangsefni: börn og ungt fólk, jafnrétti kynjanna og sjálfbærni og verða þau öll spunnin inn í lista- og menningarhátíðir miðstöðvarinnar allt árið 2017. Southbank Centre er listrænn stjórnandi og skipuleggjandi Nordic Matters með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni, sendiráðum Norðurlandanna í London, mennta- og menningarmálaráðuneytum Norðurlandanna og listamiðstöðvum landanna.

Nánar

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2016 - 11/25/16

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kynntar fimmtudaginn 24. nóvember 2016 í Menningarhúsinu Grófinni. Í ár voru tilnefndar fimm þýðingar og tíu þýðendur, en fjórar þýðinganna hlutu þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta, sem óskar öllum þýðendunum innilega til hamingju með tilnefninguna.

Nánar

Fréttasafn


Fáðu fréttabréfið


Styrkir

Næstu umsóknarfrestir um styrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta

15. janúar 2017: Ferðastyrkir höfunda

15. febrúar 2017: Styrkir til þýðinga á erlend mál, norrænir þýðingastyrkir og kynningarþýðingarstyrkir

Nánar

Kynningarstarf

Kynningarstarf

Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskrar bókmennta er að kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra og er það m.a. gert með þátttöku í helstu bókasýningum erlendis.

Nánar

ÖNNUR VERKEFNI

Allir lesa - árlegur landsleikur í lestri

Landsleikurinn gengur út á að fólk á öllum aldri, skrái bækur á netinu og þann tíma sem það ver í lestur. Þar sem leshraði fólks er mismunandi og háður ótal þáttum er ekki farin sú leið að telja blaðsíður, heldur eru það mínútur sem gilda. Þetta er ekki hraðlestrarkeppni og fólk getur notið þess að lesa í rólegheitunum, en er samt að keppa.

Nánar