Fréttir

Allir lesa landsleikurinn er hafinn, skráðu þig til leiks og vertu með! - 1/11/17

Landsleikur í lestri verður á þorranum líkt og undanfarin ár eða frá 27. janúar, til konudagsins 19. febrúar 2017. Sú nýbreytni verður tekin upp í ár  að auk liðakeppni verður jafnframt hægt að keppa sem einstaklingur. Svo nú verður ljóst hver er aðal lestrarhestur landsins. Vertu með og taktu þátt í skemmtilegum leik á Allir lesa

Nánar

Heildaryfirlit styrkja á árinu 2016. Hátt í 300 styrkir í átta flokkum - 1/2/17

Andlit-nordursins-a-thysku

Á árinu 2016 úthlutaði stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta um 270 styrkjum í átta flokkum og er það töluverð aukning frá fyrra ári í öllum flokkum. Sótt var um rúmar 160 milljónir og til úthlutunar voru 67 milljónir, eða rúmlega 40% af umsóttri upphæð.

Nánar

Fréttasafn


Fáðu fréttabréfið


Styrkir

Næstu umsóknarfrestir um styrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta

15. mars: Útgáfustyrkir og styrkir til þýðinga á íslensku

Nánar

Kynningarstarf

Kynningarstarf

Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskrar bókmennta er að kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra og er það m.a. gert með þátttöku í helstu bókasýningum erlendis.

Nánar

ÖNNUR VERKEFNI

Allir lesa - árlegur landsleikur í lestri

Landsleikurinn gengur út á að fólk á öllum aldri, skrái bækur á netinu og þann tíma sem það ver í lestur. Þar sem leshraði fólks er mismunandi og háður ótal þáttum er ekki farin sú leið að telja blaðsíður, heldur eru það mínútur sem gilda. Þetta er ekki hraðlestrarkeppni og fólk getur notið þess að lesa í rólegheitunum, en er samt að keppa.

Nánar