Fréttir

Heildarlestur samsvarar átta árum. Sigurvegarar í landsleiknum koma alls staðar að af landinu. 

Nú liggja fyrir úrslitin í Allir lesa, landsleik í lestri. 4.236 manns í 326 liðum skráðu lestur upp á um 70.000 klukkustundir. Það samsvarar um átta árum af samfelldum lestri. Íslandsmeistarar í lestri lásu í yfir 5 sólarhringa að meðaltali á keppnistímanum. Tvö sigurlið koma úr Reykjanesbæ og Vestmannaeyingar lásu mest allra sveitarfélaga. Konur lásu þrisvar sinnum meira en karlar og börn undir 15 ára lásu langmest.

Nánar

Aldrei fleiri styrkir til þýðinga á erlend mál

Himnaríki og helvíti, LoveStar, Mánasteinn og Skaparinn meðal verka sem verða þýdd. Styrkupphæðin í ár nemur 19 milljónum króna. Nánar

Edward Nawotka hélt vel heppnaða vinnustofu um ritlist og útgáfu í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta 

Edward Nawotka, stofnandi og ritstjóri nettímaritsins Publishing Perspectives, var meðal fyrirlesara á ráðstefnunni You are in Control (YAIC) sem haldin var í Bíó Paradís í Reykjavík í síðustu viku. Nánar

Fréttasafn


Fáðu fréttabréfið


Styrkir

Styrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Næsti umsóknarfrestur:

15. nóvember

Styrkir til þýðinga á íslensku

Eyðublöð og nánari upplýsingar er að finna hér.

Nánar

Kynningarstarf

Kynningarstarf

Kynningarstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta felst m.a. í þátttöku í helstu bókasýningum erlendis þar á meðal árlegum bókasýningum í London, Frankfurt og Gautaborg.

Nánar

ÖNNUR VERKEFNI

Kynningarfundir með útgefendum og þýðendum í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn 14. og 15. maí sl.

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál. Norðurlandaátakið hófst með velheppnuðum kynningarfundum með útgefendum og þýðendum í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn í maí.

Nánar