Fréttir

Auglýst eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku. Umsóknarfrestur til 15. nóvember 2017. - 16.10.2017

 

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir tvisvar á ári og þeim er ætlað að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Leitast er við að styrkja mikilvæg verk úr samtímanum (jafnt bækur almenns efnis og skáldverk) og heimsbókmenntir í víðum skilningi. 

Nánar

Bókasýningin í Frankfurt haldin dagana 11. - 15. október. Frakkland er heiðursgestalandið í ár. - 27.9.2017

Frankfurt-buchmesse

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir að venju Bókamessuna í Frankfurt í ár og kynnir íslenskar bókmenntir alþjóðlegum útgefendum og umboðsmönnum.

Íslenski básinn er númer 5.0 B82.

 

Nánar

Íslenskir útgefendur geta sótt um norræna þýðingastyrki - 9.10.2017

Þegar þýða á úr norrænum málum yfir á íslensku skal sækja um styrk í upprunaland bókarinnar sem um ræðir. Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar hins vegar þýðingastyrkjum til þýðinga úr íslensku á norræn mál.

Nánar

Fréttasafn


Fáðu fréttabréfið


Styrkir

Næstu umsóknarfrestir um styrki

15. nóvember 2017: Þýðingar á íslensku

15. janúar 2018: Ferðastyrkir höfunda

15. febrúar 2018: Þýðingar á erlend mál, norrænar þýðingar og kynningarþýðingar

Nánar

Kynningarstarf

Kynningarstarf erlendis

Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskrar bókmennta er að kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra og er það m.a. gert með þátttöku í helstu bókasýningum erlendis.

Nánar

ÖNNUR VERKEFNI

Landsmenn hvattir til að lesa alla daga

Allir lesa landsleikurinn gengur út á að fólk á öllum aldri skrái bækur á netinu og þann tíma sem það ver í lestur. Þetta er ekki hraðlestrarkeppni og fólk getur því lesið í rólegheitunum, en samt verið að keppa.

Nánar