Fréttir

Fjöruverðlaunin 2015 afhent í Höfða

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í 9. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða 21. janúar 2015. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum, flokki fagurbókmennta, barna og unglingabóka og fræðibóka.

Nánar

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2014

Á meðal verka sem hlutu verðlaun voru Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson sem þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur.

Nánar

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 og Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014

Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í 26. sinn sem tilnefningarnar eru kynntar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynnti dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Nánar

Fréttasafn


Fáðu fréttabréfið


Styrkir

Styrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Næsti umsóknarfrestur:

15. janúar 2015

Ferðastyrkir höfunda

Eyðublöð og nánari upplýsingar er að finna hér.

Nánar

Kynningarstarf

Kynningarstarf

Kynningarstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta felst m.a. í þátttöku í helstu bókasýningum erlendis þar á meðal árlegum bókasýningum í London, Frankfurt og Gautaborg.

Nánar

ÖNNUR VERKEFNI

Sókn íslenskra bókmennta á Norðurlöndum

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál. Norðurlandaátakið hófst með velheppnuðum kynningarfundum með útgefendum og þýðendum í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn í maí.

Nánar