Fréttir

„Þýðendur eru múrbrjótar, þeir koma í veg fyrir að orð festist innan lokaðra landamæra.“ - 15.9.2017

Vel heppnað þýðendaþing! Frábær vettvangur fyrir þýðendur íslenskra bókmennta til að efla tengslin. Þýðendurnir hittu kollega frá ýmsum heimshornum, íslenska höfunda, fræðimenn, útgefendur og aðra sem láta sig íslenskar bókmenntir varða.

Nánar

Orðstír veittur í annað sinn. For­seti Íslands af­henti Victoriu Ann Cribb og Eric Boury heiðursverðlaun fyrir þýðingar íslenskra bókmennta á erlend mál. - 15.9.2017

Viður­kenn­ing­in er veitt ein­stak­ling­um sem hafa þýtt verk úr ís­lensku á annað mál með vönduðum hætti og með þeim ár­angri að aukið hafi hróður ís­lenskr­ar menn­ing­ar á er­lend­um vett­vangi. 

Nánar

Fimm höfundar frá Íslandi koma fram á Bókamessunni í Gautaborg, sem haldin er 28. september til 1. október - 31.8.2017

Líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á bókamessunni og bækur íslenskra höfunda verða kynntar á íslenska básnum. Rithöfundarnir Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hildur Knútsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir taka þátt í dagskránni.

Nánar

Fréttasafn


Fáðu fréttabréfið


Styrkir

Næstu umsóknarfrestir um styrki

1. október: Dvalarstyrkir þýðenda

15. nóvember: Þýðingar á íslensku

Nánar

Kynningarstarf

Kynningarstarf erlendis

Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskrar bókmennta er að kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra og er það m.a. gert með þátttöku í helstu bókasýningum erlendis.

Nánar

ÖNNUR VERKEFNI

Landsmenn hvattir til að lesa alla daga

Allir lesa landsleikurinn gengur út á að fólk á öllum aldri skrái bækur á netinu og þann tíma sem það ver í lestur. Þetta er ekki hraðlestrarkeppni og fólk getur því lesið í rólegheitunum, en samt verið að keppa.

Nánar