Útgáfustyrkir

Næsti umsóknarfrestur er 15. mars 2018

Útgáfustyrkjum er úthlutað einu sinni á ári. Þeim er ætlað að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka. 

Útgefendum ber að geta þess að verkið sé styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta og merki Miðstöðvarinnar skal vera á upplýsingasíðu (kólófónsíðu) ritsins. Merkið er aðgengilegt á heimasíðu Miðstöðvarinnar www.islit.is eða hjá islit@islit.is

Umsóknarfrestur er 15. mars 2018. 

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt hér á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi:

  • Afrit af samningi við höfund.
  • Afrit af samningum við aðra sem vinna að verkinu.
  • Upplýsingar um verkið og sýnishorn úr handriti.
  • Kynning á höfundi og útgefnum verkum hans.

Birting merkis Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Styrkþega er skylt að birta eftirfarandi texta ásamt merki/logo á upplýsingasíðu/kólófónsíðu verka sem Miðstöð íslenskra bókmennta styrkir: 

Útgáfa bókarinnar er styrkt af:

MIB-Einlina-Black


Varðandi greiðslu styrkja sjá nánar Greiðslufyrirkomulag og skilmálar

Svör við umsóknum um útgáfustyrki berast með tölvupósti 6 til 8 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.