Nýræktarstyrkir

Næsti umsóknarfrestur er 15. apríl 2018

Nýræktarstyrkir eru sérstakir styrkir veittir árlega til útgáfu á fyrstu skáldverkum höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, og til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit, eða eitthvað allt annað. 

Sjá úthlutanir frá upphafi hér hægra megin á síðunni.

Umsóknarfrestur er 15. apríl 2018

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt hér á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn eftir því sem við á:

  • Kynning á höfundi.
  • Afrit af samningi við höfund (ef við á).
  • Upplýsingar um verkið og sýnishorn úr handriti.
Svör við umsóknum um nýræktarstyrki berast með tölvupósti eigi síðar en 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.