Nýræktarstyrkir

eru veittir einu sinni á ári en þeir eiga að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum höfunda, til dæmis sögum, ljóðum, leikritum og fleiru. 

Umsóknarfrestur er 15. apríl 2017

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt hér á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn eftir því sem við á:

  • Kynning á höfundi.
  • Afrit af samningi við höfund (ef við á).
  • Upplýsingar um verkið og sýnishorn úr handriti.
  • Svör við umsóknum um nýræktarstyrki berast með tölvupósti eigi síðar en 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.