Myndskeið

Skemmtileg viðtöl við höfunda, þýðendur, listamenn og fleiri um íslenskar bókmenntir og menningu.

Ljósmyndari Norðursins

Myndskeið

„Andlit gömlu konunnar í glugganum, sagði þúsund ára sögu Grænlands,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari. Nýjasta bók hans heitir Veiðimenn norðursins og er safn mynda frá Grænlandi.

 

„Andlit gömlu konunnar í glugganum, sagði þúsund ára sögu Grænlands,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari. Nýjasta bók hans heitir Veiðimenn norðursins (Last Days of the Arctic) og er safn mynda frá Grænlandi. Þetta eru sögur af veiðimönnum og fólki sem býr á heimsendabrúninni. Hér talar Ragnar, eða Raxi einsog hann er alltaf kallaður, um leiðangra sína til Grænlands, andlit sem segir þúsund ára sögu og Guðjón í Gerðakoti sem ef til vill er hans sterkasta portrettmynd.

Myndataka / klipping: Þorsteinn J.

Tónlist: SH draumur, Rökkurró

www.rax.is


Rax - Búðargluggi

Veiðimenn norðursins, fyrir miðju, í þýskum búðarglugga.