Myndskeið

Skemmtileg viðtöl við höfunda, þýðendur, listamenn og fleiri um íslenskar bókmenntir og menningu.

Íslensk heimilisbókasöfn

Myndskeið

Nú styttist óðum í að afrakstur „Komdu með til Frankfurt“ verði ljós á Bókasýningunni í Frankfurt. Hér birtum við smá sýnishorn af því sem gestir sýningarinnar munu berja augum í íslenska skálanum.


Fyrr á þessu ári bauðst Íslendingum tækifæri til að taka þátt í Bókasýningunni í Frankfurt 2011 á einstakan hátt með því að senda inn ljósmyndir af heimilisbókasöfnum sínum til verkefnisins „Komdu með til Frankfurt“.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og gríðarlegur fjöldi ljósmynda barst á Facebook síðu okkar, með tölvupósti og jafnvel sniglapósti – og nú hafa verið unnin myndbandsverk þar sem íslenskt heimilisfólk les upp úr völdum molum úr hillum sínum.

Nú styttist óðum í að afraksturinn verði ljós á Bókasýningunni í Frankfurt, sem fer fram 12. - 16 október næstkomandi. Hér birtum við smá sýnishorn af því sem gestir sýningarinnar munu berja augum í íslenska skálanum.