Stuðningsfélag „Sagenhaftes Island“

Stuðningsfélag við „Sagenhaftes Island“ í Þýskalandi

Tilgangur félagsins er að styðja við kynningu íslenskrar menningar í Þýskalandi 2011.

Í byrjun desember stofnuðu nokkrir Þjóðverjar og Íslendingar með sér félagið „Sagenhaftes Island“. Félaginu var ætlað að styðja við þau fjölmörgu menningarverkefni í Þýskalandi sem voru á dagskrá í tilefni þess að Ísland var heiðursgestur bókasýningarinnar í Frankfurt árið 2011. Í stofnskrá félagsins sagði að hlutverk þess sé

  • að styðja sýningar á sviði íslenskrar myndlistar, ljósmyndunar, kvikmyndunar, hönnunar og byggingarlistar í Þýskalandi.
  • að styðja og standa að ráðstefnum, fundum, fyrirlestrum og upplestrum í tengslum við íslenska bókmenntakynningu í Þýskalandi.
  • að afla í þessu skyni fjár með félagsgjöldum, stuðningsframlögum og styrkjum ýmiss konar.

Formaður fyrstu félagsstjórnarinnar var Ólafur Davíðsson, fráfarandi sendiherra Íslands í Þýskalandi, en heiðursforseti og verndari félagsins var frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Allir ræðismenn Íslands í Þýskalandi hétu stuðningi við félagið.

Stuðningsfélagið gerði Íslendingum kleift að standa að verkefninu af myndarskap og reisn.