Trítl um tún og engi

1. júlí, 2010

Nú er betri tíðin komin, með blóm í haga og sína sætu löngu sumardaga — og svo náttúrulega íslenskar ferðabækur.

Nú er betri tíðin komin, með blóm í haga og sína sætu löngu sumardaga — og svo náttúrulega íslenskar ferðabækur.

ferdabok1Nýútkomin er bókin 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu eftir Reyni Ingibjartsson, sem einnig er fáanleg á ensku undir titlinum 25 beautiful walks, frá bókaforlaginu Sölku. Í bókinni má finna auðfarnar hringleiðir um höfuðborgarsvæðið. Gönguleiðirnar liggja flestar um útjaðra borgarinnar og hverri leið fylgir leiðarlýsing ásamt korti og umfjöllun um þær perlur sem höfuðborgin hefur að geyma. Þetta sumarið gefur Salka einnig út barnabókina Rikka og töfrahringurinn eftir Hendrikku Waage, myndskreytt af Ingu Maríu Brynjarsdóttur. Í henni er fjallað um stúlkuna Rikku sem hefur í fórum sínum töfrahring sem gerir henni kleift að ferðast vítt og breitt um Ísland í gegnum tíma og rúm. Bókin er ætluð börnum á aldrinum 5-11 og felur í sér ýmsan fróðleik um landið og náttúru þess auk þess að vekja lesendur til meðvitundar um mikilvægi þess að láta gott af sér leiða. Bókin kemur út á íslensku og ensku.

ferdabok2Í sumar gaf Skrudda út bókina Fjallaskálar á Íslandi eftir Jón G. Snæland. Í bókinni má finna fróðleik um hér um bil 400 skála sem reistir hafa verið víða um landið ásamt greinargóðum leiðarlýsingum á landakorti auk þess sem staðsetning þeirra er mörkuð með GPS-punkti. Bókin kemur að auki út á ensku. Fyrr í sumar kom einnig út ensk þýðing á bókinni Heitar laugar á Íslandi eftir Jón G. Snæland og Þóru Sigurbjörnsdóttur, sem Skrudda gaf út í fyrra á íslensku. Í henni er greint frá á annað hundrað manngerðra lauga jafnt sem náttúrulauga sem finna má víða um landið. Bókin hefur sömuleiðis að geyma vönduð kort með GPS-punktum.

Þegar lagt er af stað í ferðalag um landið er ekki úr vegi að fríska upp á sagnfræðiþekkinguna. Endurskoðuð útgáfa bókarinnar Íslandssaga í stuttu máli eftir Gunnar Karlsson sagnfræðing kom út í sumar. Þetta er handhæg bók um helstu atburði í 1100 ára sögu Íslands og er fáanleg á fjórum tungumálum: Íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Mál og menning gefur út. Einnig er hægt er að leita til myndasagnahöfundarins Hugleiks Dagssonar fyrir annars konar sýn á landið, sögu þess og þjóð, en forlagið Ókeibækur sendi nýverið frá sér nýtt Íslandskort með stuttu og frjálslegu yfirliti yfir sögu landsins, dýralíf, mannlíf og náttúru. Sjá má sýnishorn hér.

Sumarið er rétt nýhafið og nægur tími til að trítla um tún og tölta um engi, eins og skáldið sagði.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir