79 af stöðinni í sendiráði Íslands í Berlín

24. janúar, 2011

Húsfyllir á fyrsta bókaupplestri á vegum Sagenhaftes Island í Berlín.


Í sendiráði Íslands í Berlín var í gær lesið upp úr bók Indriða G. Þorsteinssonar 79 af stöðinni, sem þýska forlagið Transit Buchverlag gefur út.

79abstation_479 af stöðinni er fyrsta nýja þýðingin sem kemur út í Þýskalandi á heiðursári Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt og betri byrjun á heiðursári er erfitt að ímynda sér.

Húsfyllir var og komust færri að en vildu. Upplestur þýska stórleikarans Joachims Król vakti mikla lukku áheyrenda, sérstaklega túlkun hans á Ragnari og Gógó.(sjá mynd Thomas Böhm og Joachim Król)

Thomas Böhm stýrði umræðum og ræddi meðal annars við Betty Wahl, þýðanda bókarinnar.
Sjá mynd, talið frá vinstri: Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, Joachim Król, Betty Wahl, Thomas Böhm, Rainer Nitsche frá Transit Buchverlag

79abstation_3

Á viðburðadagatalinu hér á heimasíðunni má finna upplýsingar um þá upplestra og uppákomur sem framundan eru í Þýskalandi og víðar, og bætast stöðugt nýjar uppákomur þar inn.




Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir