Íslenskar bókmenntir í Basel

4. mars, 2011

Nýlega var haldið bókmenntakvöld í Literaturhaus Basel. Kynnt voru verk þeirra Guðrúnar Evu Mínervudóttur og Eiríks Arnar Norðdahl.

2. mars síðastliðinn var haldið íslenskt bókmenntakvöld í Literaturhaus Basel, og var húsfyllir. Í upphafi kvölds minntist Halldór Guðmundsson Thors Vilhjálmssonar en síðan voru kynnt verk höfundanna Guðrúnar Evu Mínervudóttur og Eiríks Arnar Norðdahl.

Skáldsaga Guðrúnar Evu, Skaparinn, er væntanleg á þýsku, en skáldsaga Eiríks Arnar, Eitur fyrir byrjendur, kom nýlega út í Þýskalandi. Höfundar lásu upp og svöruðu fyrirspurnum, og var góður rómur gerður að.

Þessa daga stendur háskólinn í Basel fyrir ráðstefnu um íslenskar bókmenntir eftir kreppu með þátttöku fjölmargra íslenskra fyrirlesara.


Tengt efni:

Bók mánaðarins: Skaparinn eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir