Enginn er (EI)land

10. mars, 2011

Laugardaginn 12. mars opnar ljósmyndasýningin (EI)land í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík. Sýningin er samstarfsverkefni fimm íslenskra rithöfunda og fimm pólskra ljósmyndara.

Laugardaginn 12. mars opnar ljósmyndasýningin (EI)land í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík. Opnun í Hveragerði er kl. 14 og í Gerðubergi kl. 16. Ræðismaður Póllands, Danuta Szostak, opnar sýninguna og munu pólskir og íslenskir tónlistarmenn spila við opnunina.

Sýningin er samstarfsverkefni fimm íslenskra rithöfunda og fimm pólskra ljósmyndara sem ferðuðust vítt og breitt um landið á síðastliðnu ári og leituðust við að fanga einkenni lands og þjóðar í myndum og texta. Að sýningunni standa rithöfundarnir Sindri Freysson, Hermann Stefánsson, Huldar Breiðfjörð, Kristín Heiða Kristinsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir og ljósmyndararnir Adam Pańczuk, Agnieszka Rayss, Jan Brykczyński, Michał Łuczak og Rafał Milach.

Sunnudaginn 13. mars verður sýningarspjall í Gerðubergi kl. 14 og í Listasafni Árnesinga kl. 16. Þar munu Rafal Milach og Huldar Breiðfjörð, Agnieszka Rayss og Sigurbjörg Þrastardóttir og Jan Brykczyński og Kristín Heiða Kristinsdóttir segja gestum frá ferðum sínum um landið.

ei(land)Hluti sýningarinnar hlaut nýverið önnur verðlaun fyrir myndröð ársins í ljósmyndasamkeppninni Picture of the Year International. Myndröðin ber heitið „Hidden People“ og er afrakstur samvinnu ljósmyndarans Adam Pańczuk og rithöfundarins Sindra Freyssonar þar sem þeir kryfja átrúnað Íslendinga á huldufólk. Samkeppnin nýtur mikillar virðingar en í dómnefnd hennar sitja m.a. listrænn stjórnandi National Geographic og myndaritstjórar Chicago Tribune og Sports Illustrated.

Verkefnið er styrkt af Menningarsjóði Póllands og EES / EFTA ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs og ber enska heitið IS(not). Í apríl mun sýningin ferðast til Póllands þar sem hún verður opnuð í  Bielsko-Biala og í Varsjá í júní. Auk sýninganna hefur verið gefin út bók og margmiðlunarefni. Sýningarstjóri og ritstjóri bókarinnar er Andrzej Kramarz. Marzena Michalek er verkefnisstjóri.

Frekari upplýsingar um (EI)land má finna á á heimasíðu verkefnisins.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir