22 íslenskir rithöfundar í máli og myndum

9. október, 2011

Sýningin „Sögueyjan Ísland – Portrett af íslenskum samtímahöfundum“ opnar 10. október í borgarbókasafni Frankfurt. Sýningin samanstendur af ljósmyndum Kristins Ingvarssonar og viðtölum Péturs Blöndal við 22 íslenska samtímahöfunda.

Isländische Literatur der Gegenwart – 22 Autoren im GesprächSýningin „Sögueyjan Ísland – Portrett af íslenskum samtímahöfundum“ opnar 10. október í borgarbókasafni Frankfurt. Sýningin samanstendur af ljósmyndum Kristins Ingvarssonar og viðtölum Péturs Blöndal við 22 íslenska samtímahöfunda. Samhliða henni kemur út bókin Isländische Literatur der Gegenwart – 22 Autoren im Gespräch, þar sem viðtölin og ljósmyndirnar eru fest á blað.

Sýningin var síðast sett upp á á íslenskri bókmenntahátíð sem fram fór í Nýju Delí í Indlandi í september, en hún var fyrst sett upp í mars á þessu ári, í sameiginlegum sýningarsal norrænu sendiráðanna í Berlín.

Pétur Blöndal og Kristinn Ingvarsson hafa starfað saman á Morgunblaðinu til fjölda ára og gáfu út viðtalsbókina Sköpunarsögur árið 2007, þar sem skyggnst er inn í sköpunarferli 12 íslenskra samtímahöfunda. Í tilefni af heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt heimsóttu þeir 22 íslenska rithöfunda og ræddu við þá um bókmenntaarfinn, áhrif hans á þeirra eigin verk og tengsl hans við heimsbókmenntirnar.

Kristín Marja Baldursdóttir og Kristín Steinsdóttir verða viðstaddar opnunina og munu lesa þar upp úr verkum sínum. Hér á síðunni má lesa viðtal úr bókinni, við Arnald Indriðason, í styttri útgáfu.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir