Jón Kalman Stefánsson í upplestrarferð um Þýskaland

30. apríl, 2009

  • jon-kalman

Mánudaginn 4. maí verður fyrsti upplestur Jóns Kalmans Stefánssonar af fimm í Þýskalandi og Austurríki þar sem höfundurinn les úr bók sinni Himnaríki og helvíti, en hún kom út í þýskri þýðingu í febrúar sl. Með í för er þýðandi bókarinnar, Karl-Ludwig Wetzig. Upplestrarnir verða á eftirtöldum stöðum:

 

Mánudagur 4. maí kl. 20

Samnorræna húsið í Norrænu sendiráðunum, Rauchstr. 1, 10787 Berlín (http://www.botschaft-island.de/). Skráning í síma + 49 (0)30 50504180 eða bb@mfa.is.

 

Þriðjudagur, 5. maí kl. 20

Stadtbibliothek Bremerhaven, Bürgermeister-Smidt-Str. 10,
27568 Bremerhaven (http://www.stadtbibliothek-bremerhaven.de/). Með formála frá Johann P. Tammen.

 

Miðvikudagur 6. maí

Ludwig-Maximilians-Háskólinn í München, Institut für Nordische Philologie, Geschwister-Scholl-Platz 1, 80539 München (http://www.nordistik.uni-muenchen.de/).

 

Fimmtudagur, 7. maí.

Bókabúðin Roemke, Apostelnstr. 7, 50667 Köln (http://www.roemke-buecher.de/).

 

Föstudagur, 8. maí.

Literaturhaus Klagenfurt, Austurríki.

 

Jón Kalman Stefánsson fæddist í Reykjavík 17. desember 1963. Hann bjó í borginni til 12 ára aldurs en flutti þá til Keflavíkur og bjó þar til ársins 1986; þá lá leiðin aftur til Reykjavíkur, með stúdentspróf úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja upp á vasann. Frá 1975 til 1982 var hann með annan fótinn vestur í Dölum, vann meðal annars í sláturhúsinu í Búðardal og frá 1979 til 1982 stundaði hann ýmis störf, vann við saltfisk og skreið, múrverk og var eitt sumar lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli. Jón Kalman nam bókmenntir við Háskóla Íslands frá haustmánuðum 1986 og með hléum til 1991 en lauk ekki prófi. Hann kenndi bókmenntir í eitt ár við Fjölbrautaskóla vesturlands á Akranesi, hálft ár við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, skrifaði jafnframt greinar fyrir Morgunblaðið, ritdæmdi þar bækur í nokkur ár. Jón bjó í Kaupmannahöfn 1992 til 1995, las, skúraði, taldi strætisvagna. Hann starfaði sem bókavörður við Héraðsbókasafnið í Mosfellsbæ fram til vorsins 2000. Síðan þá hefur hann starfað sem rithöfundur.

Fyrsta bók hans, ljóðabókin Með byssuleyfi á eilífðina, kom út árið 1988. Síðan hefur hann sent frá sér fleiri ljóðabækur og skáldsögur. Þrjár af bókum Jóns Kalmans hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, 2001, 2004 og 2007. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 fyrir skáldsöguna Sumarljós, og svo kom nóttin.

(fengið frá bokmenntir.is)

 

Himnaríki og helvíti eða Himmel und Hölle eins og hún heitir á þýsku, kom út hjá Reclam forlaginu í þýðingu Karl-Ludwig Wetzig í febrúar 2009.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir