Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins

1. desember, 2011

Ófeigur Sigurðsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir Skáldsöguna um Jón.

Ófeigur SigurðssonÓfeigur Sigurðsson tók á mánudaginn var við Bókmenntaverðlaunum Evrópusambandsins við hátíðlega athöfn í Brussel. Verðlaunin hlýtur hann fyrir bókina Skáldsagan um Jón, sögulega skáldsögu um Jón Steingrímsson eldklerk, sem kom út í fyrra.

Ófeigur er í hópi tólf evrópskra rithöfunda sem hljóta verðlaunin. Hver höfundur fær 5.000 evrur að launum auk möguleika á ríflegum þýðingarstyrkjum, sem greiða leið verka þeirra inn á önnur málsvæði.

Markmið Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins er að varpa ljósi á menningarleg verðmæti evrópskra samtímaskáldverka, auka dreifingu þeirra innan álfunnar og hvetja til menningarsamræðna milli þjóða.

Skáldsagan um Jón er önnur skáldsaga Ófeigs, frá honum hafa einnig komið ljóðabækur.


Allar fréttir

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir