Tilnefningar Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

1. desember, 2011

Bergsveinn Birgisson og Gerður Kristný tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2012.

Gerður Kristný og Bergsveinn BirgissonBækur Bergsveins Birgissonar, Svar við bréfi Helgu, og Gerðar Kristnýjar, Blóðhófnir, hljóta tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2012.

Dómnefnd mun velja verðlaunahafann á fundi í Reykjavík vorið 2012. Verðlaunin, sem nema 350.000 dönskum krónum, verða að lokum afhent í nóvember 2012, á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru sett á laggirnar 1961 og verður hálfrar aldar afmæli verðlananna minnst með ýmsum hætti það sem eftir lifir ársins 2011 og út árið 2012.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir